Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1956, Page 14

Eimreiðin - 01.01.1956, Page 14
EittireiSin fyrr og nú eftir Guðmund Gíslason Hagalín. 1. Það var bjart yfir hinum vestræna heimi kringum alda- mótin síðustu, þrátt fyrir Búastríðið og styrjöldina mid1 Rússa og Japana. Vísindin höfðu unnið marga sigra og stóra, og þeir sig1' ar höfðu veitt möguleika til stórbrotinna framkvæmda og ótvíræða framfara. Hugsjónir frelsis og lýðræðis fengu með hverju árinu sem leið aukinn byr undir vængi. Menn trúðý á hæfni alls almennings til aukins þroska, og fleiri og fleim hylltu hugsjón mannhelgi og viðurkenndu rétt allra til frels- is og ábyrgrar þátttöku í framtíðarþróun þjóðfélagsins, ekki aðeins á sviði atvinnulífsins, heldur einnig hinnar andleg11 menningar. Bændum, sjómönnum og verkamönnum óx sjálfe' virðing og sjálfstraust. Þeir efldu með sér samtök til áhrifa á löggjöf og opinberar framkvæmdir og til úrbóta um vinnu- tíma, launakjör og viðskipti, og þeir stofnuðu til víðtækra1 og raunhæfrar fræðslu innan félaga sinna. Þessar stéttir töldn sig eygja þá tíma, að börn þeirra fengju — hvert eftir sinm getu og gáfum — svipaða möguleika til menningar og lífs' þæginda og afsprengi ætta og stétta, sem notið höfðu sérstöðu í þjóðfélaginu. Og forystumenn hinna nýju framastétta, sen1 auðsjáanlega höfðu öllu að tapa en ekkert að vinna, ef d' átaka kæmi milli stórþjóðanna, fullyrtu og fengu ýmsa a^ mestu menntafrömuðum og andans mönnum þjóðanna til a^" trúa því og treysta, að alþýðan við plóginn, á sætrjánum, vlð eldana í verksmiðjunum eða við vagnana á bryggjunni mund1 sem einn maður neyta samtakamáttar síns til þess að konaa 1 veg fyrir styrjaldir. Jafnvel ýmsir miklir valdamenn á svið1 stjórnmálalífsins þóttust vissir um, að brátt yrðu öll dei’U'

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.