Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1956, Page 16

Eimreiðin - 01.01.1956, Page 16
4 EIMREIÐIN fara og réttar snauðra einstaklinga og fámennra þjóða, setn blasti við sjónum jákvæðra manna og bjartsýnna um öll Vesturlönd, þóttust ungir íslenzkir hugsjóna- og gáfumenn hafa ástæðu til að ætla þjóð sinni mikinn hlut á komandi árum. Hér skyldi ríkja stórhugur og bjartsýni, ekki síður en hjá hinum fjölmennari þjóðum. Hér voru auðsjáanlega mikhi ónýttir möguleikar, og þjóðin var gáfuð og gædd ekki aðeins seiglu, heldur og herkju og dugnaði til átaka. Fámennið varð að bæta upp með því að nýta sem bezt efniviðinn 1 hverjum einstaklingi. Þess vegna bar til þess brýna nauðsy11 að veita þjóðinni sem bezta og fjölþættasta fræðslu og sem raunhæfasta og víðtækasta menntun. Einar Benediktsson hvatti til að breyta bókadraumnum, böguglaumnum í vökn og starf, en hann brýndi það einnig fyrir þjóð sinni, að „sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking, sé hjartað ei með, sem undir slær.“ Guðmundur Björnson landlækm1 lofaði þann stórhug, sem fram kæmi í því, að fjögur þúsund Reykvíkingar reistu „kennsluhús" handa börnum sínum fy1' ir áttatíu jrúsund krónur. Björn ritstjóri Jónsson óskaði þjóö' inni þess, að hún yrði ljóssæknasta, trúræknasta og menntað- asta þjóð heimsins, og Hannes Hafstein, senr brá upp fögf' um framtíðarmyndum í aldamótakvæði sínu, kvað svo að orði Arsu’ll Árnason Valtýr Guðmundsson

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.