Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1956, Side 22

Eimreiðin - 01.01.1956, Side 22
10 EIMREIÐIN mun fortakslaust telja það hlutverk sitt að ráðast gegn þein1 aðilum á vettvangi íslenzkra menningarmála, sem freista 1 þjónustu innlendrar eða erlendrar ofstækis- eða gróðafíknai að leiða menn í fangabúðir kerfa eða kredda eða fá þá til að velja sér að leikvangi í dýrmætum tómstundum sínum sorp- hauga glæpa- og skrílmennsku. Kostað mun kapps um að gera Eimreiðina sem fjölbreyd- asta að efni, eftir því sem skilyrði eru fyrir hendi, þar sein hún fer til fanga. Hún óskar velvildar og stuðnings af hendi alls almennings, og hún æskir þess, að henni berist efni b'a sem flestum, sem eitthvað gott og nýtilegt geta af mörkuin lagt. Hún vill njóta reynslu og þekkingar þeirra, sem rosknu eru og ráðsettir, og hún býður velkomna til samstarfs þá, seiu ungir eru að árum og brenna af áliuga til listrænnar sköp- unar eða finnst þeir þurfa að flytja nýmæli á sviði íslenzkrai menningar, leggja einhverju gömlu og góðu lið sitt eða vita eittlivað, sem máli varðar. ☆ Ég er heimspeki einvaldanna andvígur, af því að þeir vilja fórna einstaklingnum fyrir ríkisheild. Heimspeki þeirra gerir ríkið að mai'k- miði, en þegninn, sjálfan manninn, verkfæri þess. Ég trúi því, að mað" urinn, en ekki ríkið, sé markið, að ríkið með öllu bákni sínu, feiknum °S skjalahrúgu eigi að starfa í þágu og þjónustu einstaklinganna, þegnj anna, en mennirnir eigi ckki að vera eingöngu lijól né teinar í hinm miklu ríkisvél. Einhver liinn mesti heimspekingur, sem verið hefur upp1' sjálfur Þjóðverjinn Immanúel Kant, sagði, að ekki mætti fara með nokkurn mann eingöngu sem vopn eða verkfæri. Ég trúi því, að þessl hugsun sé ein hin merkilegasta, mannúðlegasta og mikilfenglegasta, sein hugsuð hefur verið á jörðu. Sigurður Guðmundsson skólameistari 1940■

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.