Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1956, Page 27

Eimreiðin - 01.01.1956, Page 27
DR. VALTÝR GUÐMUNDSSON 15 manna, sem þráðu nýja og betri tíma, heldur en kyrrstöðu- stjorn Dana. Valtýr fylkti þessu liði og fékk auk þess heim- an frá íslandi stuðning margra eldri og yngri áhrifamanna. ^íeðan Eimreiðin var ung, flutti hún kvæði, sögur og greinar eftir Matthías Jochumsson, Benedikt Gröndal, Steingrím Óiorsteinsson, Valdimar Briem, Þorstein Erlingsson, Einar ^jörleifsson, Þorstein Gíslason, Guðmund Friðjónsson — og tonsmíðar eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Þá birtust þar og §reinar, frumsamdar og þýddar úr erlendum málum, eftir Pál örieni, Jón Aðils, Finn Jónsson, Boga Melsteð, dr. Jón ^tefánsson, Bjarna Jónsson frá Vogi, Jóhannes Þorkelsson, Ólaf ^avíðsson, Guðmund Finnbogason, Ágúst Bjarnason, Stefán ^tefánsson á Möðruvöllum, dr. Helga Pjeturss, dr. Helga J°nsson, Þorvald Thoroddsen, Guðmuird lækni Magnússon °8 fleiri. Sjálfur ritaði Valtýr í Eimreiðina um landsmála- stefnu sína, og skorti þar ekki djarfar hugsjónir. í skálda- ukingu hans vantaði aðeins tvo jafnaldra og keppinauta ’nstjórans — Einar Benediktsson og Hannes Hafstein. Hins VeSar veitti þriðja stórskáldið, Þorsteinn Erlingsson, Valtý m’kið brautargengi. Forystukvæði Eimreiðarinnar, „Braut- 111 > var eftir Þorstein Erlingsson, og mátti segja, að þar brynni nteð skærum loga eldur réttlátrar reiði hinnar ungu kynslóð- ar yfir afturhaldi og kyrrstöðu jafnt í stjórnmálum og and- efnum. í þessu baráttukvæði var táknuð stefna Valtýs ems og „ísland farsælda frón“ var sigurmerki Fjölnismanna. Vsta erindi „Brautarinnar“ hljóðar svo: „En ef við nú reyndum að brjótast það beint, þó brekkurnar verði þar hærri? Vort ferðalag gengur svo grátlega seint, og gaulið og krókana höfum við reynt — og framtíðar landið er fjærri." .. ^orsteinn Erlingsson birti auk þess í Eimreiðinni mörg br11Ur fræg og áhrifamikil kvæði, svo sem „Á spítalanum", ot úr Eiðnum, og margt fleira. Þó að Valtýr gætti hófs í °r®ræðum og tillögum, vakti Eimreiðin og stjórnmálastefna . ns storma og stríð hvarvetna á íslandi. Aldamótakvnslóð- 11 sótti þar fram með miklum liðsafla.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.