Eimreiðin - 01.01.1956, Side 51
ÚR FREMRIBYGGÐ OG TUNGUSVEIT
39
að spyrja. — En ég var ekki ánægður. Hvernig leir, hvítur
*eir, eins og í flögunum hérna uppi á Kvíagrundinni? — Það
er nú eftir því, hvernig jarðvegurinn er, þar sem maður
Verður lagður, sagði Gvendur. Ég hélt áfram að spyrja, en
^vendur vildi ekki meira um þetta tala, hann fór að segja
'Bér sögu af því, þegar hann reri í Leiru suður og lagði þá
ijórtán Austanvéra í bændaglímu. — Um daginn sagðir þú, að
Þeir hefðu verið tíu, sagði ég. — Þú sagðir þá, að þú kynnir
að telja upp í fjórtán, sagði hann. — En nú kann ég að telja
UPP í tuttugu, sagði ég. — Gvendur klóraði sér í skegginu og
horfði á mig um stund. — Já, sagði hann loks, — ætli þeir hafi
ekki verið tuttugu, sem lágu fyrir mér, ef ég tel strákana
með. __ En ég var ekki ánægður með þessi úrslit málsins og
rólti út í ærhús til Friðriks, sem var einmitt að raka húsin.
" Eg har mikla virðingu fyrir Friðrik þessum, hann var svo
stor og sterkur, og hann fór út í grenjandi hríðar og hvaða veð-
Ur sem var, ef því var að skipta. Hann las líka oft húslestur-
lnn. skaut mikið af rjúpum og spilaði vist við pabba og
nagrannana. í huga mínum gekk hann næstur palíba að virð-
lngu og öllum mannkostum. — Friðrik, sagði ég, — hann
klvendur segir, að ég sé leir. — Friðrik reisti sig upp, hann
Var að tína upp garðalóna. — Leir, hvaða bull er þetta? — Jú,
Það er satt, hann söng það, sólareyjar fölna, en þú ert leir. —
svoleiðis, sagði Friðrik og brosti. — Það mun vera skáld-
skapur. En ,satt er það, að allt hold er hey. — Nú fór að versna
1 Því. Einn sagði að maður væri leir, annar að maður væri
lley. Ég gafst upp við þetta í bráðina, en hugsaði mér, að ég
'kyldi grennslast betur um það síðar hjá mömmu, hún gaf
lner ætíð fullnægjandi svör við slíkum vandamálum. — Ég
hoi-fði þegjandi á Friðrik meðan hann lauk við verk sitt. —
heyrðu Friðrik, sagði ég svo, hvað er hafsauga? Mikið spyr
Þó barn, sagði Friðrik og tók upp í sig. Hann fór hægt að
Því. tuggði vandlega nokkrum sinnum og spýtti í snjóinn. Það
'ar stór mórauð gusa, sem sökk niður í lausamjöllina og hvarf.
Hafsauga er það, skal ég segja þér, þar sem sjórinn fossar
luður í undirdjúpin, segir fólk. En það er bara þjóðsaga. —
r það þá ekki líkt auganu í þér eða auganu í henni Skjöldu?
§ hafði ekkert auga séð stærra en í kúnni Skjöldu. — Þá