Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1956, Blaðsíða 51

Eimreiðin - 01.01.1956, Blaðsíða 51
ÚR FREMRIBYGGÐ OG TUNGUSVEIT 39 að spyrja. — En ég var ekki ánægður. Hvernig leir, hvítur *eir, eins og í flögunum hérna uppi á Kvíagrundinni? — Það er nú eftir því, hvernig jarðvegurinn er, þar sem maður Verður lagður, sagði Gvendur. Ég hélt áfram að spyrja, en ^vendur vildi ekki meira um þetta tala, hann fór að segja 'Bér sögu af því, þegar hann reri í Leiru suður og lagði þá ijórtán Austanvéra í bændaglímu. — Um daginn sagðir þú, að Þeir hefðu verið tíu, sagði ég. — Þú sagðir þá, að þú kynnir að telja upp í fjórtán, sagði hann. — En nú kann ég að telja UPP í tuttugu, sagði ég. — Gvendur klóraði sér í skegginu og horfði á mig um stund. — Já, sagði hann loks, — ætli þeir hafi ekki verið tuttugu, sem lágu fyrir mér, ef ég tel strákana með. __ En ég var ekki ánægður með þessi úrslit málsins og rólti út í ærhús til Friðriks, sem var einmitt að raka húsin. " Eg har mikla virðingu fyrir Friðrik þessum, hann var svo stor og sterkur, og hann fór út í grenjandi hríðar og hvaða veð- Ur sem var, ef því var að skipta. Hann las líka oft húslestur- lnn. skaut mikið af rjúpum og spilaði vist við pabba og nagrannana. í huga mínum gekk hann næstur palíba að virð- lngu og öllum mannkostum. — Friðrik, sagði ég, — hann klvendur segir, að ég sé leir. — Friðrik reisti sig upp, hann Var að tína upp garðalóna. — Leir, hvaða bull er þetta? — Jú, Það er satt, hann söng það, sólareyjar fölna, en þú ert leir. — svoleiðis, sagði Friðrik og brosti. — Það mun vera skáld- skapur. En ,satt er það, að allt hold er hey. — Nú fór að versna 1 Því. Einn sagði að maður væri leir, annar að maður væri lley. Ég gafst upp við þetta í bráðina, en hugsaði mér, að ég 'kyldi grennslast betur um það síðar hjá mömmu, hún gaf lner ætíð fullnægjandi svör við slíkum vandamálum. — Ég hoi-fði þegjandi á Friðrik meðan hann lauk við verk sitt. — heyrðu Friðrik, sagði ég svo, hvað er hafsauga? Mikið spyr Þó barn, sagði Friðrik og tók upp í sig. Hann fór hægt að Því. tuggði vandlega nokkrum sinnum og spýtti í snjóinn. Það 'ar stór mórauð gusa, sem sökk niður í lausamjöllina og hvarf. Hafsauga er það, skal ég segja þér, þar sem sjórinn fossar luður í undirdjúpin, segir fólk. En það er bara þjóðsaga. — r það þá ekki líkt auganu í þér eða auganu í henni Skjöldu? § hafði ekkert auga séð stærra en í kúnni Skjöldu. — Þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.