Eimreiðin - 01.01.1956, Blaðsíða 62
50
EIMREIÐIN
Því ber ekki að neita, að fleiri hinna kunnustu rithöfunda
í Noregi rita ríkismál en nýnorsku, en mál þeirra, sem ríkxs-
málið skrifa, er oftast mjög blandað mállvskum, öll samtöl
hjá sumum þeirra á hreinni mállýzku. En ef litið er á gild*
höfundanna, standast þeir nýnorsku fullkomlega samanburð
við hina. Á þessari öld hefur norsk ljóðlist verið með me>rl
snillibrag en nokkru sinni áður, og er það ekki sízt að þakka
nýnorsku skáldunum, jafnvel þó að ríksmálsmennirnir getl
trompað út nöfnunum: Herman Wildenvey, Olaf Bull og
Arnulf Överland, því að erfitt mundi reynast hlutlausum bók-
menntafræðingi að halda því fram, að Tore Örjasæter, Olav
Aukrust og Olav Nygard væru léttari á metunum. Ef vikið el
að sagnaskáldunum, er hlutur nýnorskunnar ekki mun síðrr
Hennar rnenn þurfa ekki að blikna, þó að Sigrid Undset sé
nefnd. Hinn mikli snillingur, Naumudælingurinn Ola''
Duun, höfundur Júvíkinganna, merkustu ættarsögunnar, sem
vér Norðmenn eigum, var jafnaldri Sigrid Undset sem skáld-
Duun var lengi á orði sem Nobelsverðlaunahöfundur, e11
hann lézt á hátindi snilldar sinnar árið 1939.
2.
Víðfrægastur þeirra skálda, sem nú skrifa á nýnorsku, el
Tarjei Vesaas. Árið 1953 fékk hann ítölsk verðlaun, sem veita
skal árlega fyrir bezta skáldverkið, er út hafi verið gefiö
í Evrópu árið áður. Hann hlaut þau fyrir smásagnasafniö
Vinclane. Síðasta skáldsaga Vesaas, Várnatt, kom út samtímlS
á norsku, dönsku og sænsku. Er það mjög sjaldgæft, að skáld-
ritum norskra höfunda sé slíkur sómi sýndur. Bókmennta-
söguhöfundurinn Philip Houm lætur þess getið, að af sagna-
skáldum, sem nú eru á lífi í Noregi, hafi vart nokkur verið
hylltur jafneinróma og Vesaas. Og bókmenntafræðingurm11
Harald Beyer prófessor segir um Vesaas: „Hann er ekki att-
hagaskáld, heldur jafnt og Duun skáld sinnar samtíðar á al-
þjóðlegan mælikvarða."
Vesaas er ótvírætt meira alhliða en nokkurt annað hinna
núlifandi skálda Noregs. Hann hefur gefið út 28 bækur. Af
þeim eru 18 skáldsögur, 4 ljóðabækur, 3 leikrit og 3 snta-
sagnasöfn. Hann er gott ljóðskáld, og leikrit hans hafa fengi®