Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1956, Side 80

Eimreiðin - 01.01.1956, Side 80
68 EIMREIÐIN það við, og þá vill lionum skeika. En hann er gáfaður maður og smekkvís, formhagur og hug- kvæmur. Þorsteinn Jónsson. Páll H. Jónsson: NÓTT FYRIR NORÐAN. Ljóð. Norðri 1955. Mér er sagt, að höfundur þess- ara ljóða sé kennari á Laugum. Þótt hann sé ekki ungur að aldri, hefur hann víst ekki áður gefið út bók. — Auðfundið er, að hann hefur valið úr því, sem hann hef- ur ort, því kvæði þessi eru mjög fáguð að stíl, nær því öll góð, og sum ágæt. Honum lætur vel að yrkja sonnettur, og margar af sonn- ettum hans eru fagrar, t. d. Nœt- urgisting, Alda, Sonnetta (bls. 14), og þó einkum Sölnað blað, sent er afbragðskvæði. Hvítt lín á bls. 15 er gott kvæði og snjallt, en Ekkert meira er kannske bezta kvæðið í bókinni. Páll H. Jónsson er vandvirkur og vandlátur við sjálfan sig. Hann hefur nú sent frá sér ljóðabók, þar sem öll kvæðin eru vel frambæri- leg og mörg mjög góð. Bókin er honum til frama, og beztu kvæðin hljóta að lifa, því að í þeim er hreinn og tær skáldskapur. Þorsteinn Jónsson. Friedrich von Schiller: MARÍA STÚART. Sorgarleikur i 5 þáttum. íslenzk þýðing eftir þróf. Alexander Jóhannesson. Ólafur Erlingsson 1955. Allir hafa heyrt prófessors Alex- anders Jóhannessonar getið, og flestir vita nokkuð um hann. Mér finnst þó ekki fjarri lagi að geta að nokkru afreka þessa mikilhæfa samtíðarmanns míns, — einkum vegna unga fólksins, sem þetta kann að lesa. Ungt fólk hefut ætíð gott af því að lesa sannai sögur um afbragðsmenn. Dr. Alexander er einhver lanð- asti maður, sem nú er uppi, °S c‘ aðalvísindagrein hans germönsk mál og uppruni þeirra. Hefl,r hann um marga tugi ára I'úaí'| um þessi efni og kennt J>au hér 1 Háskóla íslands, svo og haldið fyr irlestra í háskólum í Skandinaviu, hýzkalandi, Hollandi, Bretlandi, Norður-Ameríku og ef til vill ar. Og nú eru að koma út síðustu heftin af hinni miklu bók uffl upP runa íslenzkra orða og raunai allra germanskra orða eftir hanm rit, sem notað mun verða sCI11 heimildarrit af öllum norrænu fræðingum og Jreim, er stunda na,ir í germiinskum málum um r 11 veröld. Er bók þessi gefin ut Bern. Vísindastörf próf. Alexa,lC ers skipa honum á bekk með ö 1 um beztu vísindamönnum þessal. ar aldar og Jaótt lengra væri le> ‘ ’ enda hefur hann stundað mál'lS indi af alúð og stefnufestu fra Pv að hann hóf nám í þeim fræðu,n ungur að aldri. * En það er langt frá þv1, 3 starfssvið dr. Alexanders sé alger lega bundið við málfræði. kenns ^ og rannsóknir. Hann liefur h eftir annað verið rektor hásb ^ vors, og það meira en í orði. ■ er óhætt að fullyrða, að eng,n _ gekk vasklegar fram en hanu því að koma upp hinni fögru bygg, ingu háskólans og að koma P verki af, áður en hinar óskapRg^ verðhækkanir riðu yfir. Hann va frá upphafi aðalstjórnandi haj & drættis Háskóla íslands, °S

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.