Eimreiðin - 01.01.1956, Qupperneq 86
74
EIMREIÐIN
Helgi Hálfdanarson: Á HNOT-
SKÓGI. Ljóðaþýðingar. Mál
og menning 1955.
I'cua er annað safn þýddra ljóða
eltir Helga Hálfdanarson, en hið
fyrra, sem hét Handan um höf og
kom út 1953, vakti verðskuldaða
athygli. Þar birtust sígild kvæði
ýmissa frægra meistara, og var túlk-
un sumra þeirra svo snilldarleg, að
bókin gat með sanni talizt stórvið-
burður. Á hnotskógi er nokkuð
annars eðlis. Vesturlandaskáldin,
sent Helgi kynnir íslenzkum lesend-
um þessu sinni, eru flest samtíðar-
menn eða nýlátin. Val viðfangs-
efnanna reynist engan veginn eins
stórmannlegt og í Handan um höf.
En verkið er unnið af ríkri list-
rænni hæfni og staðfestir, að Helgi
Hálfdanarson er bókmenntum okk-
ar mikill nytjamaður. Hann er ekki
stórvirkur eins og Matthías Joch-
umsson, Einar Benediktsson eða
Magnús Ásgeirsson, þegar þeir réð-
ust í stórræðin, en túlkar ljóðasmá-
muni iíkt og Jónas Hallgrímsson og
Steingrímur Thorsteinsson, sem
líka Jjóttu liðtækir. Og sannarlega
er margt stórt í þessum litlu
kvæðum. Hver Ijóðmyndin ann-
arri fegurri gleður lesandann, og
tónarnir minna á blæ og lind, en
litirnir rifja upp töfra jarðar vors
og hausts, er lífið og dauðinn
heyja sína duldu en örlagaríku
baráttu. Helgi Hálfdanarson er
fjölhæfari og hagvirkari eftir þessa
nýju bók og hefur gerzt arftaki
Magnúsar Ásgeirssonar sem foringi
ljóðaþýðenda okkar.
Þá er þess og að geta, að Á
hnotskógi gefur íslendingum
skemmtilega hugmynd um skáld-
skap Kínverja og Japana. Helg'
þýðir kínversk fornkvæði og gö'n‘
ul og ný japönsk ljóð. Þau eru
blóm af akri framandi veraldaÞ
fyrirferðarlítil og smágerð, en I'i-
irnir undurfagrir og ilmurinn un-
aðslegur. Túlkun þeirra mun sr"
ið vandaverk, en Helgi Hálfdan-
arson lítur á það sem skyldu sína
að opna samlöndum sínum skáld-
skaparsýn lengra en áður, og ork-
ar varla tvímælis, að það sé vel far'
ið. Hitt er annað mál, að honum
lætur vafalaust bezt að þýða l|i
ensku, þýzku og frönsku. Og ekf1
vantar hann viðfangsefnin, þó ®ð
því sé unað. Ljóð Bandaríkja-
manna eru t. d. enn allt of ókunn a
íslandi, þegar undan eru skildn'
þeir, sem lesa þau á frummálinu.
en einnig þeim væri leiðsögn
Helga Hálfdanarsonar tlýrmæt og
kærkomin.
Islendingum er í senn sómi og
hamingja að hafa átt marga
snjalla og mikilvirka ljóðaþýðend-
ur. Þáttur Jteirra í bókmenntun-
um er ómetanlegur. Þeir opna
gluggann, sem veit í suður, vest-
ur og austur, og gefa okkur kost
á að fylgjast með því, er gerist u[l
í lieimi. Áhrifin af ljóðajiýðingun'
Magnúsar Ásgeirssonar eru óræk
sönnun þess, að túlkun erlendra
kvæða hlýtur að teljast farsæl við-
leitni þess að færa út ríki íslenzki-
ar skáldmenntar. Nú njótum við
hans ekki framar. En maður kem-
ur manns í stað. Og Helgi HáU-
danarson tekur svo myndarlega
forystuna í þessu efni, að öllum
unnendum bókmennta okkar aetti
að vera fagnaðarefni.
Helgi Samundsson■