Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1956, Page 89

Eimreiðin - 01.01.1956, Page 89
RITSJÁ 77 Un- Hann sameinar gamla og nýja tímann á hnyttinn og sigurstrang- legan hátt. hvæðin tala bezt sjálf sínu máli. Hins vegar er erfitt að velja sýnis- hornin, Jjví að bókin reynist ein- staklega fjölbreytileg, ef ljóðin eru ^rufin til mergjar, orðin að sönnu auðlesin, en möguleikar skilnings- lns 0g opinberunarinnar margir og 'áknin minnsta kosti tvíræð. Þrjú (1®mi valin af handahófi ættu þó a® geta sannað, hvað við er átt: Einmana: Þytur fer um skóg. Þröstur hlær á grein. Fögur Jjykir mér rödd hans; fegri ekki nein. Kalla ég til fugls, en fæ ekki svar. Flýgur hann í annað tré °g syngur þar. lindina: Þurr er tunga, tærður vangi, blóðið beiskt og salt. Kak við hamravegginn kliðar lindin tær, sem veitt gæti þér svölun, verið þér allt. Er þér gefið vald að drepa sprota á klettinn? Nei, lófa þína leggur þú sem barn á móðurbrjóst á bjargið kalt. Þú bergir þyrstu hjarta dögg, er titrar. Sem eilífðarinnar upphaf gegnum steininn lindin sytrar. í fylgd með þér: Vorið sínum laufsprota á ljórann ber. Ég fer á fund við ástina í fylgd með Jiér og er aldrei síðan með sjálfum mér. Allt lætur þetta lítið yfir sér í fljótu bragði, en kynni að verða til nokkurrar frambúðar. Undirrit- uðum finnst, að hér kenni þess, sem koma skal. íslenzk ljóðagerð er á skemmtilegu þroskaskeiði. Helgi Sœmundsson. ☆ Það er hressandi og styrkjandi að sökkva huganum niður í þessi stórfengu, óbundnu ljóð fólksins. Vér erum allir höfundar og um leið Þ^jóðir tilheyrendur þessara sagna, sem bera einkenni hvers eins af oss, sameinuð í eitt, Þegar mér leiðist nllt annað, tek ég þjóðsögur mínar °S les þær, [jangað til hversdagslífið kemur og kallar mig ur Jteim heimi, setn enginn trúir að sé til. Einar Benedihtsson t Dagskrá 1S96.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.