Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Page 1

Eimreiðin - 01.09.1970, Page 1
^tREIty 76. ÁRGANGUR 3. HEFTI SEPTEMBER-DESEMBER 1970 Benedikt Gröndal og störf hans í þágu íslenzkra fræða Eftir Arnheiði Sigurðardóttur, mag. art. „Úti við Vesturgötu, fyrir vestan Félagsbakaríið og andspænis „Hótel Reykjavík“ sem áður var, blasir við rautt liús með garði fyrir framan. Frá götunni að sjá er húsið tvílyft, en hins vegar að sjá er það einlyft. Þessi áhalli eða skekkja veitir húsinu alveg sérstakan, mér liggur við að segja hjárænulegan svip. Það er hvorki fallegra né smekklegra en almennt gerist — öllu heldur hið gagnstæða — en jrað er frábrugðið og einkennilegt. Það stendur þarna eins og nokkurs konar auðsæ og ájrreifanleg mótmæli gegn tilbreytingar- leysinu, eins og löðrungur á almennan smekk og almenna tízku.“ Þannig lýsti rithöfundur1) íveruhúsi Benedikts Gröndal og mætti síðasta málsgreinin vel eiga við sjálfan hann. Einn er þáttur í fjölhæfu lífsverki Jressa einliða meðal íslenzkra skálda og lærdómsmanna á 19. öld, sem löngum hefur horfið í skugga skáldskaparverka hans og þeirra er lutu að náttúruvísindum, en hvorttveggja varð þjóðkunnugt á sinni tíð, hið síðara ekki hvað sízt sakir dráttleikni hans, er jafnan vakti athygli og aðdáun. — í §Tein þessari mun leitazt við að minna á þann skerf, sem sonur Sveinbjarnar Egilssonar lagði til íslenzkra fræða og menningarsögu. I kvæðinu Æskan hefur Benedikt Gröndal reist foreldrum sínum Hgran minnisvarða með Jnessum hendingum: 1) Jón Jónss. sagnfr. (Sjá B. G. áttræður, bls. 7). 10

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.