Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 4

Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 4
148 EIM R E10 I N túlkað allvel sjónarmið Hafnarstúdenta varðandi þessi efni. Grön- dal segist þannig frá í Dægradvöl: „En rithöfundarnáttúran vaknaði snemma, og þá rituðum við einhverjir — eða eiginlega ég — exen- triska ritgerð, sem var kölluð um Munk einn í Noregi, þ. e. prófessor Munch, senr var andvígur fslendingum og vildi eigna Norðmönn- unr íornritin.“ — Greinin var rituð af miklu fjöri, og kom þar fram það, er allajafnan síðan einkenndi Gröndal, einnig í fræðilegunr rit- smíðum — að honum var ekki gjarnt að taka einvörðungu alvarlega á hlutunum. Tóntegund greinarinnar, senr bendir fram á við — til Heljarslóðarorustu — hafði Gröndal að einhverju leyti tekið í arf frá Fjölnismönnum einkum þó Konráði, en hann var fenginn fyrir „ex- entriskt" og „fantatiskt“ tal, eftir því, sem Gröndal segist frá. Árið 1850 hvarf Gröndal heim frá Höfn próflaus, og næstu sjö árin hafði hann ofan af fyrir sér með lausastörfum í Reykjavík, þeim er eigi koma hér við sögu. Árið 1857 hélt hann aftur til Hafn- ar, og mun hugur hans enn hafa staðið til náttúruvísinda, en sú braut reyndist honum engu greiðfærari en áður. Út úr ógöngum í and- legum skilningi og veraldlegum opnaðist honum þó nýr og óvæntur áfangi á þroskabraut sinni sem menntamaður og skáld eða misseris- dvöl á klausturskóla í Þýzkalandi og við kaþólskan háskóla í Belgíu. Eftir þá pílagrímsför livarf Gröndal aftur til Hafnar og dvaldist þar óslitið til 1874, en þá fluttist hann heinr til íslands. Þessi síðari Hafnarár eru það tímabil í ævi Gröndals, sem einkum er tengt íslenzkum fræðum. Eftir heimkomuna til íslands ritaði hann að vísu nokkrar greinar um þau efni, en náttúrufræðin varð eftir þetta aðal- vettvangur starfsorku hans. Árið 1860 gekk Gröndal í þjónustu Norræna fornritafélagsins, og K. K. Rafns, sem var lífið og sálin í þeim félagsskap. Gröndal aðstoð- aði Rafn við útgáfu á annálum félagsins og ritaði sjálfur talsvert í þá á tveimur næstu árum. Um þetta leyti var félagið að gefa út skálda- málsorðabók (Lexicon poeticum) Sveinbjarnar Egilssonar. Hóf Gröndal þá einnig að semja orðabók sína, Clavis poética, er síðar verður nánar að vikið. Öll þessi starfsemi leiddi til þess að hann ákvað að taka meistarapróf í norrænum fornfræðum árið 1863, (rétt- ara sagt í tveimur áföngum 1863—64). Var Gröndal fyrsti maður, sem þreytti þetta próf við Hafnarháskóla. Ekki er úr vegi, að skjóta hér inn frásögn Gröndals sjálfs af þeim áfanga á lífsbraut hans, þar sem hún lýsir honum einkar vel — hispursleysi hans, og ríkri sjálfs- vitund.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.