Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 10
154 EI M R EIÐIN ir „tryllt, töfruð“, völvan er sjálf töfruð, undirorpin töframagni, meðan hún seiðir. — Þessi snjalla skýring skáldsins og fróðleiks- mannsins er nú löngu viðurkennd. Hin skýring Gröndals eða athugasemd var svohljóðandi: „Annar staður í Hárbarðsljóðum er þessi: „át ek í hvíld/áðr ek heirnan fór,“ og er þetta þýtt á venjulegan hátt „I dined, as I rested/before I went from home.“ En hverjum getur dottið í hug, að fornmenn hafi sagt „að eta í hvíld.“! Að minnsta kosti merkir það ekki að „eta í náðum eða makindum." Hvíld er hér = kveld; h er stundum borið frarn sem k, — en svo mikil vandræði hafa verið með orðið „kveld,“ að jafnvel Jakob Grimm — leiddi Jrað af „ctvellan" = kvelja, eins og kveldið færði tórnar kvalir, en eigi hvíld og frið. Kveld og hvild eru einmitt sama orðið, h borið frarn sem k.“ Fleiri álíka fjarstæður má finna meðal orðaskýringa Gröndals í þessum ritdómi, þótt ekki verði hér nefndar. Orðaskýringar hans guldu þess, að honum var tamara að beita hugkvæmni en gerhygli. Hann mun ekki hafa verið hneigður fyrir málfræði að eðlisfari og lítt hirt um að fylgjast með rannsóknum í þeirri grein, Jiótt síðari hluti 19. aldar væri rnikið breytinga- og framfaraskeið á sviði mál- vísinda, einkum málsögu og hljóðfræði. Eins og fram hefur komið var Jiað þjóðmenningarsaga, sem Grön- dal í raun réttri lagði sig öðrn fremur eftir á Hafnarárunum síðari. Liggja eftir hann nokkrar ritgerðir um þau efni. Einna yfirgrips- mest er greinin Folketro i Norden, sem birtist í Annálum fornfræða- félagsins 1863. Mun vart önnur ritsmíð sýna betur alhliða Jiekk- ingu hans á norrænum bókmenntum — bundnu máli jafnt sem óbundnu. Inngangurinn er fjörlega saminn og andríkur, ekki sízt skilgreining hans á orðinu þjóðtrú. Einnig má nefna ritgerð um orrna og ormagarða, er birtist í Árbókum hins norræna fornfræða- félags árið 1869. Náskyld Jressum tveimur er ritgerð urn fornfræði, í öðrum árgangi Gefnar. Þetta rit gaf Gröndal út einsamall um fjögurra ára skeið (1870—1874) og ritaði þar jöfnum höndum unt málfræði, fornfræði, íslenzka landfræði, náttúrusögu og hagfræði að ógleymdum skáldskap. Síðustu fimm Hafnarárin naut Gröndal styrks úr dönskum sjóði til söfnunar heimilda og til samningar Jijóðmenningarsögu Norður- landa. Vann hann lengi að söfnuninni, Jrótt minna yrði úr eftir heimkomuna sakir anna og féleysis. Eftir fimm ár voru seðlar með uppsláttarorðum og tilvitnunum orðnir um fjörutíu þúsund, en áætl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.