Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 11
BENEDIKT GRÖNDAL
155
aðir voru um hundrað þúsund, áður en unnt yrði að hefja samn-
ingu verksins. Árið 1885 ritaði Gröndal grein í Fjallkonuna og varði
hann þar hendur sínar varðandi styrkveitingu, sem hann hafði hlotið
til þjóðmenningarsögunnar frá Alþingi, og hefur víst einhverjum
þótt sem lítill árangur sæist af styrknum. Gröndal gerir þarna grein
fyrir vinnubrögðum sínum, tilhögun verksins, efnisflokkum, sem
skipta tugum ef ekki hundruðum. Skulu hér tilnefndir nokkrir
þeirra af handahófi: Búningar, gersemar, átrúnaðargripir, bygging-
ar, húsbúnaður, húsgögn, mataræði, ölheita, skip hernaður, félags-
líf, veizlur, bónorð, festar, greftranir, galdrar, tímatal, sjúkdómar,
lækningar — svo að fátt sé nefnt, sem Gröndal hugsaði sér að verkið
tæki til.
Því miður auðnaðist honum ekki að framkvæma þetta stórvirki —
hann lauk aldrei sjálfri söfnuninni. Um afdrif frumdraganna eða
miðanna mun ekki fullkunnugt, en á Landsbókasafni eru minnis-
ltækur, er sýna hvernig hann fór af stað með efnissöfnunina.
Enn í dag er ekkert heildarverk af þessu tæi til hér á landi. Því
skyldara er að minnast brautryðjendastarfs Benedikts Gröndals á
sviði íslenzkrar menningarsögu og norrænnar.
Hvert var þá viðhorf Gröndals sjálfs og samtíðarinnar til fræði-
mennsku hans?
Gröndal var tamara að varpa fram hugmyndum en rökstyðja þær.
Sjálfur efaðist hann sjaldan um réttmæti og gildi hugmynda sinna
og tilgátna. En víða kennir þess, að honum þykir þær liafa verið
vanmetnar og fáir gefið þeim gaum. — Ósjaldan víkur hann í rit-
gerðum að skýringum og öðrum atriðum, er hann hafi fyrstur bent
á, en enginn tekið eftir eða tekið tillit til. í þessu mun viðhorf
samtíðarinnar speglast að einhverju leyti. Hér skal þó að endingu
vitnað til afmælisgreinar Finns prófessors Jónsson um Gröndal átt-
ræðan, en }:>ar er svo að orði komizt um Edduritgerðir hans: „Þær
eru fremur skáldskapur en vísindalegar rannsóknir, og er það ekki
sagt til niðrunar. Þær eru ritaðar með sjaldgæfu hugmyndaflugi,
lærdómi og fjöri og gaman þótti mér á fermingaraldri að lesa þessar
ritgerðir — þótt ég nú sjái og viti nú betur en áður, hvað í þeirn er
rétt eða gott, og hvað nú ekki þolir vísindalegan dóm.“
Þegar undan er skilin orðabókin Clavis poética má nú telja fræði-
leg ritverk Gröndals að mestu úr gildi fallin og gleymd: Það stend-
ur þó enn, sem um hann var sagt áttræðan: „Hann skildi öðrum
fremur skáldskaparmál vort hið forna og anda þann, sem í því býr.“