Eimreiðin - 01.09.1970, Page 14
158
EIMREIÐIN
björtum bárutoppum og aðvör-
unartónn brimsins, voru honurn
jafnkunnug og lægðirnar í skap-
gerð Jórunnar, en þær voru oft
margar og stórar.
En Jórunn var dugleg, kannski
ekki lagleg. Hún átti hænsnabú
inni í lítilli girðingu. Hænsnin
hennar voru með ganda útlitinu.
Virðulegur hani með skrautlegar
stélfjaðrir og marglitar hænur.
Og Jórunn hugsaði vel um hæns-
in sín. Þau vantaði ekki mat né
vatn. Hún gaf þeim þorskhrogn
og kaffikorg. Enginn hani hafði
heldur fallegri kamb en haninn
hennar Jórunnar.
Hrólfur gamli var árrisull. Það
hafði hann alltaf verið. Hún
treindist honum líka út í lífið
gamla morgunbænin, sem hann
hafði lært, þegar hann var lítill.
„Að vera vel klæddur og kominn
á ról.“ Á sama slaginu, nákværn-
lega klukkan 6, þegar haninn
hennar Jórunnar rixaði út á
moldarflagið inn í girðingunni,
tóku þeir báðir á móti morgn-
inum. Haninn á öðrum fæti með
virðtdegu gali, og Hrólfur gamli
kom út á stéttina og gáði til veð-
urs. Hann hélt venjulega á tó-
bakspontunni í höndunum og
horfði ýmist til himins eða út á
sjóinn. Og ekki var hann alltaf
ánægður með útlitið, uppi eða
niðri.
Hrólfur bar ekki mikil-
mennsku utan á sér. Það var öðru
nær. Hann var grannur og reng-
lulegur með signar axlir. Það var
líkast því að kul stæði í skeggið
á honum, því að venjulega stóð
það út í loftið. Hann gekk ævin-
lega álútur með hendur á baki
og virtist ætíð vera að leita að
einhverju.
Og ekki var fínheitunum fyrir
að fara. Oltast í fötum, sem hún
Jórunn var búin að setja á meda-
líurnar sínar, ripp og krun-
sprang, eins og Hrólfur orðaði
það. Hún var ekki vön að Hggja
í leti hún Jórunn. Það mátti hún
eiga. Enda alin upp við annað,
þótt að Hrólfur væri stundum að
hotta á liana.
Hann var vanur að færa henni
ofurlitala kaffilögg í rúrnið á
morgnana. Það voru fríðindi,
sem hans eigin skapgerð hafði
fundið út, en Jórunn skildi ekki,
hvort stafaði af góðu eða illu.
Ójú, hann kom með þetta inn
að bólinu, hljóðlega og fyrirhafn-
arlítið, með sykurögnina milli
fingranna, segjandi sem svo.
„Ertu að hugsa um að koma þér
á lappir kona.“
Og víst hafði Jórunn hugsað.
Það var ekki á meðfæri Hrólfs að
sjá allar þær hugmyndir, sem
þetta litla konuhöfuð hafði kom-
izt í kast við. En Hrólfur var eng-
inn draumamaður, og eins og
gömlu, slitnu fötin hans voru
veruleiki, eins var hann sjálfur,
hrjúfur og kaldur.