Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 15
BLÁA SKELIN
159
Og hún Jórunn vaknaði ætíð
inn í þennan sama heim, þar sem
stór og klunnaleg hendi rétti
henni bolla með blárri rönd.
En Jórunn hugsaði, það liefði
Hrólfur mátt vita, um allt smátt
og stórt milli hirnins og jarðar.
Um hænsnin, lnisið og bátinn.
Hún hugsaði um fiskinn í hjall-
inurn, hrognkelsin og Hrólf. Unr
allt, sem þau áttu af þessa heinrs
gæðunr.
Og Jórunn var ekki eyðslusöm.
Það var nú eittlrvað annað.
Geynrdi sápuvötnin á gólfin, bak-
aði öll brauð og Hrólfur gekk
í heimatilbúnum ullarfötum.
Svona var hún inn við beinið,
enda þótt að Hrólfur setti í hana
löppina undir sænginni, útblás-
inn af vonzku yfir eyðzlu, sem
engin var.
En það var stórmál á ferðum,
er saga þessi gerðist. Og það varð
Jórunn að viðurkenna, að
framnri fyrir því hafði lrún orðið
að fella seglin, eins og Hrólfur
gamli orðaði það.
Hún var skilningslaus og orð-
vana gagnvart því. Það var í
fyrsta skipti á ævinni, að Jórunni
brást þrek til að tala og þá var
langt gengið.
Það var nefnilega litla, hálf-
skakka lrúsið þeirra. Það stóð í
vegi fyrir skipulaginu. Borgaryf-
irvöldin heinrtuðu að fjarlægja
það nreð öllu saman, hænsnum,
hjalli, veiðarfærum og báti.
Það er ekki gott að lýsa tilfinn-
ingunr fólks, senr stendur í svona
vandanráli. Það er vond afstaða.
Margt hafði lrann Hrólfur ganrli
reynt um dagana, en ekkert þessu
líkt.
Ójá, þarna var vei lýst ótuktar-
skapnum og ónáttúrunni, sem
nrest ber á nú til dags í öllu snráu
og stóru. Að reka fólk út úr sínu
eigin lrúsi, af sínu eigin landi.
Fyrr mátti nú rota en dauðrota.
Nei, hann Hrólfur gamli ætl-
aði sko ekki að fara, ekki að láta
í minni pokann. Það var einn
hlutur viss í Jressu máli. Hann
ætlaði að vera Hrólfur Árnason,
eins og lrann lrafði alltaf verið,
nreð munninn fyrir neðan nefið
og lrendur á réttum stað.
En hún Jórunn var sannarlega
ekki öfundsverð Jressa dagana.
Þarna var hún búin að taka
hverja einustu tusku á heimilinu
til að vefja utan um bolla, skálar
og glös, allt brothætt. Betri bux-
urnar af honunr Hrólfi, undir-
buxur, sokka og treyjur, allt var
lrókstaflega úttroðið til verndar
og öryggis.
Nú, það vissi enginn, hvenær
ósköpin dyndu yfir. Lofthamar
og pressubíll gátu komið á hverri
stundu og molað littla húsið nið-
ur. En þau ætluðu ekki að ganga
út gömlu hjónin, ekki frekar en
Njáll og Bergþóra.
En lrún Jórunn var ekki leng-
ur sjálfri sér lík, sem alltaf hafði