Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 17

Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 17
BLÁA SKELIN 161 viiði væri lífið, ef þetta allt verð- ur tekið af okkur“, spurði hún. En svona var það. Borg skyldi rísa. Burt með gamla kofa, sem áttu sér enga sögu. Og hvað voru tvö gamalmenni, tveir einstakl- ingar, móti skipulagi heillar höf- uðborgar. Og Hrólfur gamli beygði liöfuðið í djúpri þögn. Þessi hljóðláti friður hér átti að hverfa. Hér áttu stór og rnikil hús að rísa. Ojá, hversu oft hafði hann ekki komið að landi með veið- ina sína, fleygt henni á kamb- inn, stoltur hið innra. Horft á litla ki'akka korna og vappa í kring um liana með alls konar spurningum. Stóra, kraftmikla stráka, sem ætluðu að vera for- menn og eiga bát eins og hann. Ónei, og aftur nei, það var ekki hægt að draga lífið í gegnum eina lykkju og fella af. Ekki hann Hrólfur gamli. Það var ekki liægt að segja honum að fara, en hann ætlaði ekki að láta ráðstafa sér eins og sveitarómaga, svo rnikið var víst. „Ójá, þó það nú væri, alltaf við sama heygarðshornið," sagði Mangi garnli. Hann kom haltr- andi niður í fjöruna til Hrólfs gamla, þar sem hann var að ditta að bátnum sínum. Hann var van- ur að koma til hans á svona góð- viðrisdögum og rabba við hann, því að honum leiddist oft. Hann var orðinn gamall hann Mangi garnli. Einn af þeim, sem settur var af með 70 ár á bakinu. Og þessi 70 ár höfðu snyrt hann til á sína vísu, beygt bakið og snú- ið olnbogunum út. Þau höfðu tekið af honum tvo fingur og stytt aðra löppina. Mangi gamli var lítill karl með kringlótt andlit. Krakkarnir sögðu að það væri eins og neta- kúla í laginu. Hann brosti hlýtt og í brosi hans bjó skilningur Iieillrar veraldar. Hann potaði stafnum sínum í allar áttir, flokksbróðir verka- rnanna í húð og hár. Mangi garnli bjó í litlum skúr á bak við húsið hans Hrólfs, al- veg eins og hænsnin hennar Jór- unnar. Hann var líka í vegi fyrir skipulaginu. Og honum hafði verið sagt að hypja sig í burtu. Það var skrýtið, en það fór ekki hátt. Hrólfur hafði aldrei kunnað beint vel við Manga garnla. Það var alltaf einhver sjálfsánægja í fari hans. Hún gekk jafnvel svo langt, að hún minnti helzt á eignarhroka. Aldrei liafði Hrólfur gamli látið í það skína, að hann Mangi væri ekki fær um að veita sér lífsviðurværi. Nei, nei, en það var dálítið auðmýkjandi, þegar hann leit yfir veiðina lians og sagði sem svo: „Ojæja, þetta gef- ur hann okkur í dag, blessaður.“ Eða, hvernig hann krækti fingr- n

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.