Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 18

Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 18
162 EIM R EIÐIN unum í augun á feitasta fiskinum og haltraði af stað með hann, án þess að þakka fyrir sig eða kveðja. „Og ekki veitir af“, anzaði Hrólfur gamli. Hann leit upp og rétti Manga pontuna. „Ert þú ekki með uppsögnina upp á vas- ann eins og ég“? „Jú, jú, bless- aður vertu, þeir byrjuðu að pota undir mig í morgun", anzaði Mangi gamli. „En ekki ætla ég að láta reka mig burt, það geturðu verið viss um. Þeir mega brjóta þetta kofaskrifli niður fyrir mér og setja á ruslabílinn. En svo er ann- að, sem heitir jörð og eignarétt- ur. Þeir geta flutt burtu kofa og kindur, hænsni og hesta, en ekki mig, þótt ég standi á fúnum fóturn. Jú, jú, ég held Jieii megi vinna fyrir framtíðina Jressir heiðursmenn. En fortíðin geym- ir söguna eins og hún var. Það er hægt að miklast af fleiru en gömlum húsaskrokkum, ósönn- um í umhverfi sínu, sem Jreir eru að hyrða, tína saman og setja nið- ur, Jrótt þeir brjóti okkar niður. Þeir eru ekki sögufrægir, sögu- legar minjar, segja Jreir. En hvað um gömlu höfuðbólin, sem eru að grotna niður og enginn vill leggja rækt við framar. Voru Jrau ekki söguleg verðmæti. Ójá, svona er að vera mennt- aður, Hrólfur minn, og Jjekkja sinn vitjunartíma. En ekki Jrekki ég gamalt hús með nýju þaki og gluggum og nýrri framhlið. Og hver Jrekkir fótinn sinn í nýj- um gervifæti, ekki hann Mangi gamli.“ Sjáum til, já þarna kom Jrað. Hrólfur hlustaði. Það var þetta loft, sem lá í röddinni og blés út treyjuboðungana á honum Manga. Hrólfur hafði mátt fá Jrað lánað i' seglið á bátskelinni, Jregar að svo stóð á. „Og bíddu hægur, Jrað eru ekki öll kurl komin til grafar.“ Mangi gamli var drjúgur og leyndardómsfullur. Þótt kofa- skriflið hans væri ekki upp á marga fiska, Jrá gat svo farið að hann ætti trompið í spilunum. Nei, nei, Hrólfur hafði aldrei amazt við honum. Það var satt. Gefið honum margann Jryrskl- inginn, en menn skyldu depla augunum varlega. Það var nefni- lega í henni gömiu veröld svo margt undarlegt og skrýtið. Það átti Hrólfur eftir að viðurkenna. Hann var nefniiega ágætis maður hann Mangi gamli, hét fullu nafni Magnús Sumarliða- son. Búinn að eiga lieima þarna á kambinum frá Jrví að hann mundi eftir sér. Foreldrar hans mestu heiðurshjón. Guð blessi sál þeirra. Þau höfðu átt þarna lítið kot, sem nú var hulið jörð, en mátti sjá tóftarbrotið, litlar hnöttóttar þúfur, eins og hvísl- andi höfuð í skugga moldar og sinu.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.