Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 19
BLAA SKELIN
163
En svo hafði Mangi reist skúr-
inn, lítinn og viðhafnarlausan.
Hann stóð þó fyrir sínu, líkastur
kistu í laginu, með rauðu loki og
gulum hliðum. Hann þurfti ekki
að vera neitt fínn og áberandi.
Aðeins hlýr og traustur, með út-
sýn til sólar og liafs, og það hafði
honum tekizt.
En svo hafði Hrólfur kornið
mörgum árum seinna og reist
litla timburhúsið sitt. Ónei,
Mangi gamli liafði aldrei sýnt
ónot eða yfirgang um dagana.
Heldur hitt, að honum hafði þótt
gaman að sjómennskulífi Hrólfs
og leyft honum að færa út kví-
arnar.
„Og svo eru þeir að grobba af
hjálpsemi við aldrað fólk. Reka
gamla eyrarvinnukarla út á klak-
ann“, mælti Mangi gamli. „Mað-
ur fer nú að efast um kristilegt
innræti".
„Ó, þetta jDykir víst gott handa
okkur, koma með loftpressur og
mölva allt í sundur“, anzaði
Hrólfur gamli í mæðutón. „Sum-
ir segja að hér eigi að rísa hótel
fyrir útlenzka ríkisbubba, sem
vilja skoða landið okkar eða fá
það lánað. Við eigum margt til
að sýna, t. d. hesta og hunda og
skinnið af kindunum okkar, þótt
enginn vilji vera bóndi í sveit.
Nú, aðrir segja, að hér eigi að
byggja minkabú. Það er vel trú-
legt. Það er sem ég sjái blessaða
fuglana okkar hér á ströndinni
innan um þann óþverra“, mælti
Hrólfur gamli.
„Og það verða víst áreiðan-
lega fleiri en þeir, sem rnega
vara sig. Það getur farið svo, að
Jaað þjóti í fleirum en loftpressu.
Ekki er allt sem sýnist. Það sann-
ast hér. Kannski að maður eigi
eitthvað í fórum sínum til að
minnka í þeirn mesta hrokann“,
anzaði Mangi gamli.
Þeir voru að pæla í gegnurn
blöðin lians Manga gamla á lög-
mannsskrifstofunni. Og víst voru
J^au komin til ára sinna, ekki síð-
ur en íslenzku handritin. Fyrir
utan eyðandi tönn ellinnar báru
þau minjar um margt yfirþyrm-
andi, t. d. tóbaks- og kaffibletti
og þan lyktuðu af framandlegri
angan, sem venjulega sezt á milli
gamalla blaða. En þau voru læsi-
leg, og það sem mesta furðu
vakti var, að Jiau báru sýslu-
mannsstimpil og hljóðuðu upp á
löglegan eingarétt Magnúsar
Sumarliðasonar á Tanganum,
Mölina, Kambinn og uppsátrið;
sömuleiðis kofann, lnisalóðina og
garðinn og gatan ])ar sem húsin
hans Hrólfs stóðu.
Og sem hann stóð þarna í full-
um rétti frammi fyrir þessum
lagavöiðum, þá sagði hann Jaeim
álit sitt í tónhæð, sem reiðir og
móðgaðir menn nota. „Svo liald-
ið þið, að Jrið getið komið eins og
þjófar um nótt, brotið og braml-