Eimreiðin - 01.09.1970, Side 21
Hreindýr
á íslandi
Eftir
Birgi Kjaran
Náttúra íslands, sem heild er
fjölbreytileg, ef litið er á flóru,
faunu og jarðmyndun landsins.
Á áttunda lnindrað tegundir
æðri og lægri jurta vaxa í land-
inu. Um 60—70 tegundir steina
og bergs hafa fundizt, 900 teg-
undir skordýra og 230 tegundir
fugla, þar af að vísu aðeins 75
varpf uglar. Spendýr eru hins veg-
ar fá, aðeins tíu og þar af sex
villt, þ. e. a. s.: Selir, fjallarefur,
hreindýr, minkur, rotta, húsa-
mús og hagamús. Flest þeirra
hal'a átt sér búsetu í landinu allt
frá landnámstíð, fyrir um það bil
11. öldum, og sum lengur. Tvær
tegundanna fluttust þó fyrst síðar
til landsins, breindýr, sem flutt
voru inn fyrir röskum tvöhundr-
uð árum, og minkurinn, sem
fyrst var fluttur til landsins fyrir
tæpum fjörutíu árum til skinna-
framleiðslu, en minkurinn lagð-
ist fljótlega út og gerðist villt dýr
í íslenzkri náttúrn. 150 tegundir
fiska munu vera í ám og vötnum
og við strendur landsins.
Sem frekari séreinkenna ís-
lands má geta þess, að um 100
eldstöðvar fyrirfinnast á landinu
og þar af 30 taldar virkar enn, og
að 10.000 km2 landsins eru þakt-
irir hrauni, og að jökull hylur
11% af yfirborði landsins.
En víkjum nánar að spendýr-
unum og þá fyrst og frernst hrein-
dýrunum, sem eru tignarlegust
villtra dýra á íslandi. Verður hér
íakin í stuttu máli landnáms-
saga hreindýranna á íslandi og
lífshættir þeirra.
Það mun sennilega hafa verið
Páll amtmaður Vídalín, sem
fyrstur varpaði fram hugmynd-
inni um innflutning hreindýra.
Var það í ritinu „Deo, regi, pat-
ría“, sem hann skrifaði 1699 á
latínu, en út kom á dönsku í Sorö
1768. Þar leggur hann til, að
hestar séu fluttir úr landi og and-
virði sölu þeirra varið til kaupa
á hreindýrum í Finnmörku.
Taldi hann þau geta orðið lands-
mönnum gagnleg, ef þau þrifust
hér. En dráttur varð á að málið