Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 21
Hreindýr á íslandi Eftir Birgi Kjaran Náttúra íslands, sem heild er fjölbreytileg, ef litið er á flóru, faunu og jarðmyndun landsins. Á áttunda lnindrað tegundir æðri og lægri jurta vaxa í land- inu. Um 60—70 tegundir steina og bergs hafa fundizt, 900 teg- undir skordýra og 230 tegundir fugla, þar af að vísu aðeins 75 varpf uglar. Spendýr eru hins veg- ar fá, aðeins tíu og þar af sex villt, þ. e. a. s.: Selir, fjallarefur, hreindýr, minkur, rotta, húsa- mús og hagamús. Flest þeirra hal'a átt sér búsetu í landinu allt frá landnámstíð, fyrir um það bil 11. öldum, og sum lengur. Tvær tegundanna fluttust þó fyrst síðar til landsins, breindýr, sem flutt voru inn fyrir röskum tvöhundr- uð árum, og minkurinn, sem fyrst var fluttur til landsins fyrir tæpum fjörutíu árum til skinna- framleiðslu, en minkurinn lagð- ist fljótlega út og gerðist villt dýr í íslenzkri náttúrn. 150 tegundir fiska munu vera í ám og vötnum og við strendur landsins. Sem frekari séreinkenna ís- lands má geta þess, að um 100 eldstöðvar fyrirfinnast á landinu og þar af 30 taldar virkar enn, og að 10.000 km2 landsins eru þakt- irir hrauni, og að jökull hylur 11% af yfirborði landsins. En víkjum nánar að spendýr- unum og þá fyrst og frernst hrein- dýrunum, sem eru tignarlegust villtra dýra á íslandi. Verður hér íakin í stuttu máli landnáms- saga hreindýranna á íslandi og lífshættir þeirra. Það mun sennilega hafa verið Páll amtmaður Vídalín, sem fyrstur varpaði fram hugmynd- inni um innflutning hreindýra. Var það í ritinu „Deo, regi, pat- ría“, sem hann skrifaði 1699 á latínu, en út kom á dönsku í Sorö 1768. Þar leggur hann til, að hestar séu fluttir úr landi og and- virði sölu þeirra varið til kaupa á hreindýrum í Finnmörku. Taldi hann þau geta orðið lands- mönnum gagnleg, ef þau þrifust hér. En dráttur varð á að málið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.