Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 22
166
EIMREI3IN
næði fram að ganga, og það var
ekki fyrr en 19. janúar 1751, sem
gefin var út í Kristjánshöll í
Kanpmannahöfn tilskipun varð-
andi flutning hreindýra til ís-
lands, og var kostnaður af þessu
fyrirtækinu áætlaður 40 ríkisdal-
ir.
Það var ekki að ófyrirsynju, að
menn létu sér á þessum árum slík
bjargræði til hugar koma. Urn
Jrær mundir var hart t ári á ís-
landi. Hross höfðu fallið árið
1749 og á árunum 1751—58 var
hallæri í landinu og mannfellir.
Ofan á ill árferði bættist árið
1761 fjárkláðinn, sem barst með
enskum hrútum, sem keyptir
höfðu verið til fjárræktarbúsins
að Elliðavatni. Með sömu hrút-
um barst og í sauðfé lungnaveiki
sem geisaði um landið. Afleiðing
Jressa varð sú, að fjárstofni lands-
manna fækkaði á árunum 1761—
1770 um 60%, úr 357 þúsundum
í 140 Jmsund. Fóru menn Jrá að
lingleiða, að koma sér upp öðr-
um búpeningi og vaknaði nokk-
ur áhugi fyrir innflutningi hrein-
dýra. Talið er, að Ólafur amt-
maður Stephensen liafi átt vern-
legan hlut að Jrví að hrinda mál-
inu í framkvæmd.
Landnám hreindýra á íslandi
hefst svo með Jrví, að Thodal
stiptamtmaður lét árið 1771
flytja 13 hreindýr frá Finnmörku
í Noregi til íslands. Tín dóu á
leiðinni, en þrjú lifðu og var
Jreim sleppt í Rangárvallasýslu.
Þau virtust tímgast fremur vel,
og eftir 5 ár voru Jrau orðin 11 að
tölu, og þar með fengin nokknr
sönnun fyrir því, að hreindýr
gætu þrifizt á íslandi. Árið 1777
var því hafizt handa á nýjan leik.
Voru Jrá flutt frá Noregi þrjátíu
dýr, sex tarfar og 24 kýr. Komust
23 dýranna lifandi til landsins
og var sleppt við Hvaleyri sunn-
an Hafnarl jarðar. Dýrin runnu
til fjalla og héldu sig einkum í
fjöllunum milli Krísuvíkur og
Selvogs. Þessum hreindýrum
virðist hafa fjölgað ört og hag-
lendi á Reykjanesskaga verið
Jreim ti! hæfis. Brezkur ferðalang-
ur að nafni Ebenezer Henderson,
sem ferðaðist um ísland árið
1814, getur þess t. d. í ferðabók
sinni, að hann hafi í nánd við
Hveradali rekizt á hreindýra-
hjörð, sem í voru fimmtíu dýr.
Þegar árið 1786 var stofninn orð-
inn svo stór, að hreindýra varð
víða vart í Gnllbringu- og Árnes-
sýslu. Hreindýrastofninn, sem
gekk á land 1777, lifði Jró ekki
af vaxandi Jréttbýli í Jressum hér-
uðum og er talið, að hann liafi
orðið aldauða árið 1930.
Þriðji hreindýrahópurinn var
svo landsettur við austanverðan
Fyjafjörð árið 1783, og sleppt í
Vaðlaheiðina. Höfðust þau lengi
vel þar við og í Þingeyjarsýslu
víða. Um 20—30 dýr voru talin
vera á öræfunum suður og vest-