Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 29
HREINDÝR Á ÍSLANDI
173
við skáldum og gefið þeim reisn.
— Höfuðskáld okkar í óbundnu-
máli Gunnar Gunnarsson og
Halldór Kiljan Laxness hafa báð-
ir fellt þau inn í frásagnir sínar.
Ég hef átt því láni að fagna að
sjá nokkrar lireindýrahjarðir á ís-
landi, villtar í faðmi öræfanna.
Ég hefi og séð skyldmenni þeirra
í réttum Lappanna norður við
heimskautsbaug og í ótal dýra-
görðum. — En jafnan varð mér
hugsað heim til okkar hreindýra.
— Mér fannst þau reisnhærri. —
Enda eru okkar einu hreina-
hjarðirnar í Evrópu, sem ganga
villtar, utan einhverra dýra á
Svalbarði.
Þessum ófullkomna pistli vil
ég ljúka með orðum þess manns,
sem trúlega hefur varið meiri-
liluta starfsorku sinnar og betur
beitt góðum penna til þess að
verja málstað varnarlausra ís-
lenzkra hreindýra en aðrir, en
hann segir um íslenzku hrein-
dýrin:
„Þessi litla hjörð er úrval
stofnsins, þrautpínd og liert um
tveggja alda skeið, og hefur
reynzt ódrepandi."
Látum hann verða sannmæl-
inn, — að ljónstygg, léttstíg dýr,
hljóð eins og öræfanáttúran sjálf
megi um aldir reisa horn sín úr
kjarri, leggja á rás og vísa okkur
veginn til lands okkar allra — ís-
lenzkra óbyggða.