Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 30
Jólakarfan
Smásaga eftir
Johannes Kristiansen
Það var á þeim góðu, gömlu dög
um. —
Stórhríðin hafði skollið á án þess
að gera boð á undan sér. Ég sat á
járnbrautarstöð í Norður-Jótlandi
og beið eftir lest, sem ég ætlaði að
komast með heim. Við höfum feng-
ið tilkynningu um, að lestin yrði
að minnsta kosti klukkustund á eft-
ir áætlun.
Úti fyrir æddi stormurinn og
hríðin var svo dimm, að þeir, sem
fóru eitthvað frá stöðinni, hurfu
samstundis.
Ég var í vondu skapi, því að það
virtist mjög vafasamt, að ég næði
heirn þennan dag. Og ég þráði
kyrrð og frið heimilisins eftir að
hafa verið í fyrirlestraferð í viku.
Það mundi verða dásamlegt.
Ég drakk einn kaffibolla og sat
þarna í einu horninu og leit í
bók.
En meðan ég sat þarna, veitti ég
eftirtekt manni og konu, sem sátu
þarna skammt frá og drukku öl.
Þau vöktu á sér athygli með því,
að þau voru nokkuð hávær. Þau
rifust út af einhverju. Þau voru
tötralega klædd og útlit þeirra var
draslaralegt. Einkum var útlit kon-
unnar óvandað og það var ekkert
guðsorð, sem hún lét sér um munn
lara. Þessu lauk með því, að hún
tæmdi ölglasið og fór. Maðurinn
sat eftir niðurlútur yfir vindlingi
og ölglasi. Ég virti svip lians fyrir
mér. Hann var sljór og deyfðar-
legur.
Svo leit ég aftur í bókina. En
hugurinn festist ekki við hana, og
allt í einu opnaðist það fyrir mér,
að það var eitthvað kunnulegt við
andlit þessa manns.
Ég reyndi að muna eftir honum.
Ég hlaut að hafa liitt hann áður.
Að síðustu áttaði ég mig á því, að
hann hlaut að vera Kristinn, sonur
Lárusar halta, skólabróðir minn úr
barnaskóla. En það voru liðin 38
ár frá þeim tíma. Gat það verið
hann?
Ég leit á hönd hans. Ég mundi,
að hann hafði vantað fremsta kögg-
ulinn á löngutöng. Það stóð heima.
Þetta lilaut að vera liann.
Örlögin höfðu eflaust leikið
hann hart. Ég fékk áhuga fyrir að
heyra eitthvað um hann og lagði
bókina frá mér.
„Komdu sæll Kristinn,“ sagði ég.
„Þú þekkir mig sennilega ekki
aftur?“
Hann virti mig fyrir sér skiln-
ingsvana.
„Nei — er það — er það ...“
„Já, enginn annar. Það er langt
síðan við liöfum sézt.“