Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 34

Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 34
178 EIMREIÐIN Hún var áköf og sagði: „Mamma inni! Mamma veik! Mamrna líka jólatré!“ Hún gekk að dyrunum og leit inn. í rúminu lá kona, sem reyndi að ná andanum eftir hóstahvið- una. I rúminu var ólýsanleg hrúga af óhreinum teppum og púðum. Hár konunnar hékk í tjásum í kringum magurt andlitið, en veik- indalegir rauðir blettir voru í kinnunum. Ég ætlaði að segja eitthvað, en kom ekki upp neinu orði. Ég hafði gleymt að hönd litlu stúlkunnar, sem leiddi mig var óhrein, en myndin af ljómanum í barnsaug- unum sat föst í huga mínum, og nú sá ég dýpsta mannlegt vonleysi — veiku konuna í lélegu rúmfötun- um. Sú hugsun, að hún lægi þarna og berðist við dauðann, fyllti lnig minn ótta. Og hér í allri þessari eymd átti einnig að halda jól. Það gerðist eitthvað í hug mín- um þessi andartök. Ég fann sárt til Jress að geta ekkert hjálpað. Ég stóð eins og lamaður og gat ekki hreyft mig. Þá hljóp litla stúlkan til móður- sinnar. „Mamma, ókunnur maður, ókunnur maður,“ sagði liún. Þá opnaði veika konan augun og leit á mig. Ég gekk nær og lyfti körfunni hærra, og eitthvað, sem líktist brosi leið yfir hið þjáða andlit konunnar. „Já jólakarfan," sagði hún með erfiðismunum." Þá hefur mamma þín lika munað eftir okkur í ár. Já, þú átt góða móður. Hún gleym- ir ekki fátæklingunum.“ Hún þagnaði og andvarpaði eins og hún væri dauðþreytt, og nú fékk hún nýtt hóstakast. Það stóð lengi. Ég fór að tína upp úr körfunni og lét matinn í gluggann, þar sem ég sá engan annan stað til að láta hann í. Konan kom enn ekki upp neinu orði, en benti og sagði að lokurn: „Viltu ekki láta þetta inn í búrið. Og viltu ekki kveikja upp. Ég er svo hrædd um, að litlu stúlk- unni ...“ Lengra komst hún ekki fyrir hóstanum. Ég tók matinn aftur og bar hann inn í búrið, lítið herbergi við lilið- ina á svefnherberginu. Æ, hér var ekkert, sem minnti á að jólin væru að koma. Mér varð á að bera það saman við búrið lieima, sem var fullt af bakstri og öðru góðgæti til jólanna. Ég varð liryggur, og lá við gráti. Það var hressandi að taka til hend- inni. Ég hreinsaði öskuna burt og náði í spýtur og mó lil að kveikja upp með. Það veittist mér auðvelt, því að það hafði ég svo oft gert heima. Svo náði ég mér í sóp og sópaði gólfið. Litla stúlkan var inni hjá mömrnu sinni. Ég sá, að hún skreið upp í rúmið og heyrði að móðirin sagði: „Nei, nei, Jenny, farðu burt frá mömrnu, mamma er veik ....“ Barnið lilýddi og settist út í horn með eitthvað, sem átti að lieita brúða. „Mömmu batnar bráðum,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.