Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 35
JÓLAKARFAN
179
mömmu batnar bráðum," sagði
hún við brúðuna.
Ég þekkti ekki sjálfan mig. Mig
sveið í augun og tárin læddust
fram. Aldrei hafði ég gert mér i
liugarlund, að nokkur ætti svona
bágt. Ég vildi fara heim. Ég gat
ekki þolað þetta lengur.
En þessu var ekki lokið.
Ég gekk út í dyrnar og ætlaði að
kveðja.
„Ég átti að heilsa að heiman,“
sagði ég.
Konan sneri sér að mér og liorfði
á mig með heitu augnaráði.
„Já, já,“ sagði lnin og dró and-
ann þungt. „Þú átt góða foreldra.
Lárus er úti að sækja eitthvað til
hátíðarinnar."
Rödd hennar titraði. „Heilsaðu
heim með ósk um gleðileg ....“
Lengra komst hún ekki. Hún
tók um andlitið og grét. Ég stóð
kyrr óttasleginn og vissi ekki hvað
ég ætti að gera.
En þá kom barnið aftur að rúm-
inu.
„Mamma ekki gráta, mamma
ekki gráta,“ sagði hún, en var sjálf
raeð grátinn í kverkunum. „Bráð-
um jólin. Mamma glöð.“
Nú gat ég ekki heklur haft stjórn
á mér lengur. Ég gekk út að glugg-
anum, til að skýla tárunum. En á
siimu stundu kom Lárus halti inn
í herbergið. Hann hafði poka á
bakinu.
Barnið þaut á móti lionum. Það
hafði gleymt mömmu og hennar
sorg.
„Pabbi,“ lirópaði liún. „Pabbi
með jólakerti, jólakerti."
„Já, já,“ svaraði hann. „Jóla-
kerti og margt annað gott.“
Hann leggur pokann á gólfið og
og barnið fer að leita í honum.
Konan fær vald yfir sér aftur.
„Hvað sagði læknirinn."
„Hann kemur í fyrramálið."
Lárus lítur ekki á hana en snýr
sér að mér, sem er að láta á mig
vettlingana. En konan leitar eftir
tilliti hans eins og hún vilji lesa
hugsanirnar.
„Jæja þá er það í lagi,“ segir
hún.
Þá snýr maðurinn sér að kon-
unni brosandi: „Já, fyrst að lækn-
irinn kemur.“
Ég kvaddi. En áður en ég fór út
úr dyrunum, kom sú litla til mín
og sýndi mér kertapakka, sem hún
hafði fundið í pokanum. Það var
fögnuður í rómnum, eins og hún
hefð'i eignast alla heimsins dýrð,
þegar hún lirópaði: „Jólakerti,
Jólakerti."
Ég reyndi að brosa til hennar og
lokaði dyrunum á eftir mér. Nú
ætlaði ég heim. Ég var rnjög þreytt-
ur.
En eitt atvik átti enn eftir að
bætast við úr heimi eymdarinnar.
Úr ganginum voru dyr fram í
fjósið. Dyrnar voru opnar, og ég
leit inn um leið og ég gekk fram
hjá.
í fjósinu sat Kristinn á hálm-
knippi. Hann var með höfuðið í
gaupnum sér og horfði niður í
tröðina. Ég man þetta svo vel.
Ég sagði ekki neitt við skólabróð-
ur minn, en gekk hljóðlega út úr
dyrunum. En mér varð það um-