Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 36

Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 36
180 EIMREIÐIN hugsunarefni, hvers vegna hann sæti þarna. Hvers vegna kveikti hann ekki upp fyrir rnóður sína og tók eitthvað til? Hafði hann alveg gefist upp? Hafði hann of þunga byrði að bera? Eða var það and- stæðan milli eymdarinnar hér inni og jólanna, sem hafði yfirbugað hann? Svo hélt ég heim yfir heiðina aft- ur. Það var næstum komið logn. Djúp og þögul kyrrð lá yfir dökkri lyngflatneskjunni, og rökkrið var að umvefja liana. Ég var breyttur frá því, að ég hafði farið að heiman. Sú reynsla, sem ég hafði öðlast í þessari ferð, fylgdi mér. Ég liafði skyggnst inn í heim, sem ég þekkti ekki áður, heiin, þar sem það samræmi er ég Jaekkti, fannst ekki. Ég þráði allt í einu foreldra mína. Ég ætlaði að ræða við þá um þetta. Við yrðum að hjálpa þessu fólki. Jólakarfan væri ekki nægi- leg hjálp. - Þegar ég kom heim, sátu foreld- rar mínir í stofunni, og rökkrið sveipaði mildilega húsgögnin þar inni. Nú yíirbugaði mig sú þunga byrði, sem hvíldi á hug mínum. Það að koma úr liinu sársaukafulla von- leysi, sem ég hafði séð og reynt, í lrið og öryggi heimilisins reyndist mér ofraun. Ég varð að gráta, lijá því varð ekki komist. Foreldrar mínir létu vel að ntér, og smátt og smátt lægði ólguna í hug mínum. Ég man eftir hógværum svörum þeirra. »Ég vissi ekki, að það væri svona erfitt hjá þeim,“ sagði mamma. „Við verðum að' athuga, hvort við getum ekki hjálpað þeim.“ Hvað mér Jrótti vænt um þessi orð. Það var mikil huggun fyrir bljúga barnssálina. Ef að hún tæki málið að sér, þá rnundi ástandið hjá þeim batna. Litlu síðar bætti hún við: „Jóla- karfan hefur sennilega verið nokk- uð þung fyrir þig.“ Það var algjör þögn i stofunni. Ekkert lieyrðist nema rólegt gang- liljóð Borgundarhólmsklukkunnar. Svo sagði pabbi eftir nokkra stund: „Sennilega verður þessi ferð með jólakörfuna til blessunar fyrir Júg, drengur minn.“ Ég skildi Jrá ekki, hvað hann átti við. En nú mörgum árum síðar, Jjeg- ar ég sat í lestinni á leið heim til konu og barna, og rifjaði upp Jressa minningu, sá ég að pabbi hafði rétt fyrir sér. Þessi ferð með jólakörfuna geymdist í hugarheimi mínum eins og hreyfanlegur miðdepill, sem leyfði ntér aldrei að vera fullkom- lega ánægður með vellíðan og vel- gengni tilverunnar. Eirihur Sigurðsson þýddi með leyfi höfundar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.