Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 37
Rrni Thorsteinson,
tónskáld
ALDARMINNING
Liðin eru 100 ár síðan tón-
skáldið Árni Thorsteinson fædd-
ist. Hann fæddist 15. okt. 1870 í
landfógetahúsinu í Austurstræti
hér í borginni, þar sem Hress-
ingarskálinn er nú, og er það
sanra húsið. Þar steig hann fyrstu
sporin og þar ólst hann upp. í
Reykjavík ól hann allan aldur
sinn að undanteknum námsár-
unum í Kaupmannahöfn.
Árni andaðist 16. okt. 1962, þá
orðinn 92 ára og einum degi
betur. Það eru því ekki nema 8
ár síðan þessi gamli og góði
Reykvíkingur var meðal vor og
mátti til hinztu stundar oft sjá
hann á götum borgarinnar, ljúf-
mannlegan og fyrirmannlegan,
svo að eftir honum var tekið.
Það er ekki ætlun mín að segja
hér ævisögu hans, en hana geta
allir lesið í endurminningum
hans, bókinni Hörpu minning-
anna. Þó vil ég með örfáum orð-
um minnast á ætt hans og upp-
runa og helztu áfangana í líli
hans.
Faðir hans var Árni Thor-
steinson landfógeti, bróðir þjóð-
Árni Thorsteinson.
skáldsins Steingríms. Þeir voru
synir Bjarna amtmanns Þor-
steinssonar á Arnarstapa, ein-
hvers mesta lögvitrings á sínurn
tíma, og konu hans Þórunnar
Hannesdóttur biskups Finnsson-
ar í Skálholti. Bjarni amtmaður
tók fyrstur upp ættarnafnið
Thorsteinson.
Kona Árna landfógeta var