Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Page 38

Eimreiðin - 01.09.1970, Page 38
182 EI M R E10 IN Sophie Kristjana Hannesdóttur kaupmanns Johnsen, en Hannes var sonur Steingríms Jónssonar biskups í Laugarnesi og konu hans Valgerðar Jónsdóttur sýslu- manns á Móeiðarhvoli. Valgerð- ur var ekkja eftir Hannes biskup Finnsson í Skálholti, er Stein- grímur fékk hennar, og móðir Þórunnar, önrmu tónskáldsiirs. Valgerður er því langanrma tón- skáldsins í báðar ættir. Árni varð stúdent 1890, þá 19 ára gamall, fór þá til Hafnar, varð cand. phil. árið eftir og las lögfræði í nokkur ár. En músíkin glapti hann. Hann iærði þá í Höfn ljósmyndafræði, sem þá var nýtt fag og lífvænlegt, og rak síðan ljósmyndastofu í Reykja- vík í tvo áratugi, til 1918, en hafði jafnframt nreð höndunr frá 1907 húsatryggingar í Reykjavík fyrir danskt vátryggingafélag. Þegar hann lagði niður ljós- myndastofuna, gerðist hann bók- haldari hjá Sjóvátryggingafélagi íslands og gegndi því starfi í 10 ár, til ársins 1929. Árið 1930 gerð- ist liann starfsmaður Landsbank- ans og gegndi því starfi, þar til liann fór á eftirlaun vegira ald- urs. Aldamótaárið 1900 gekk lrann að eiga Helgu Einarsdóttur dannebrogsmanns Guðmunds- sonar frá Hraunum í Fljótum, sem varð honum tryggur lífsföru- nautur. Þau eignuðust þrjár dæt- ur, sem allar lifa, og einn son, Árna lögfræðing, mesta efnis- nrann, senr dó á bezta aldri. Árni nrissti konu sína fjórunr árunr fyrir andlát sitt. Hér hefur ættin og lífsferill verið rakinn í stórum dráttum. Þótt Árni hafi unnið störf sín vel og heiðarlega, þá var lrann í vitund þjóðarinnar fyrst og frenrst tónskáldið, sem hafði sanr- ið falleg sönglög, senr allir þekktu. Næst vi! ég minnast á sönglíf- ið í Reykjavík á uppvaxtarárunr Árna, allt til þess að hann varð stúdent, og síðan nrinnast á þau tónlistaráhrif, senr lrann varð fyrir í Kaupmannahöfn, því að upp úr þessum jarðvegi er list hans sprottin. Hljóðfæramúsík í Reykjavík á árununr 1870 til 1890 var þá ekki á háu stigi. Nokkrir kunnu á fiðlu, en þar var ekki unr list, senr hægt er að nefna því nafni, að ræða. Nokkrir léku á píanó, aðal- lega kvenfólk, en af takmarkaðri getu, að undantekinni landshöfð- ingjafrú Olufu Finsen, senr lék forkunnarvel og hafði lært í tón- listarskóla í Kaupmannahöfn. Hilmar Finsen, maður hennar, var náfrændi landfógetans og var samgangur milli heimilanna. Það nrá því ganga út frá því gefnu, að Árni hafi heyrt píanóleik frúar- innar, en hann var ekki nema 12 ára gamall, þegar landshöfðingja-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.