Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 41

Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 41
ÁRN I THORSTEINSON 185 inn hið kunna kórverk Griegs, Landkjenning, undir stjórn hö£- undarins. Árni segir, að hann hafi aldrei fyrr né síðar orð- ið fyrir slíkum töfrum og áhrif- um, og sé þetta einn af þeim at- burðum, sem hann liafi aldrei gleymt. Hartmann var heiðursfélagi stúdentakórsins og því sjálfsagð- ur maður í öllum samsætum. Árni sá hann því nokkrum sinn- um og hafði mætur á tónskáld- inu, einkum þeim tónsmíðum, sem höfðu hinn norræna tón, eins og „Völuspá", sem kórinn söng, þegar Árni var í honum. Árni sótti óperur og hljóm- leika, eftir því sem pyngjan leyfði, og varð þar fyrir margvís- legum tónlistaráhrifum. Hann kynntist einnig danskri tónlist. Þar sveif andi hinnar rómantísku tónlistar yfir vötnunum, og það var einmitt rómantíkin, sem lit- aði sönglögin, sem hann samdi síðar. Eyru hans voru full af tónum, annað komst ekki að. Hann lét lögvísindin sitja á hakanum, hætti námi og hvarf heim til Reykjavíkur eftir tæplega G ára dvöl í Höfn. En nokkrum mán- uðum síðar fór hann aftur til Hafnar og lærir ljósmyndafræði í hálft ár. Hann notaði þá tæki- færið og lærði um leið að syngja hjá prófessor Salmson. Síðan sett- ist hann að í Reykjavík og dveldi þar til æviloka við jrau störf, sem áður eru talin. Árni Thorsteinson varð fyrst kunnur Reykvíkingum sem söng- maður. Tónskáldinu kynntust þeir síðar. Hann söng hér áður fyrr oft opinberlega einsöng við ýms tækifæri. Hann hafði hreim- fagra barítónrödd, sem hann beitti smekklega. Eitt sinn, laust fyrir aldamótin, sungu þeir Árni og Jón Aðils opinberlega dúetta. Jón Aðils var upplagður óperu- söngvari, bæði röddin og per- sónan. Á stúdentaárunum á Garði kölluðu Danir hann „ Jons- son med den store stemme." „í söngfélögum er gott að vera“ er haft eftir Árna. Þar undi hann sér vel. Hann var einn af stofnendum Söngfélagsins „17. júní“ og söng sjálfur í kórnum. Þessi ágæti karlakór söng hér í Reykjavík á árunum 1912—18 undir stjórn Sigfúsar Einarssonar og frumflutti nokkur karlakórs- lög eftir Árna, sem síðar urðu þjóðkunn. Árni var farinn að semja söng- lög fyrir aldamótin og birtust þrjú í „Eimreiðinni" hjá Valtý Guðmundssyni. Árni taldi þau síðar ófullkomin æskuverk. En árið 1906 birtizt í „Hörpuhljóm- um“ lagið „Álfafell“ (Rýkur mjöll yfir rennslétt svell). Þá gat engum dulist, að komið var fram frumlegt tónskáld með þjóðinni, því þetta er eitt af snjöllustu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.