Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Side 49

Eimreiðin - 01.09.1970, Side 49
JAKOB KRISTINSSON 193 semar. Næstum því hvert orð sannast á honum sjálfum. Vestur um haf sótti hann sér nýja lífsreynslu og andans ríkidóm. Þar styrktist ættjarðarást hans og mannvinátta, tryggð og trúmennska, löngun til að láta gott af sér leiða. Þaðan flutti hann með sér heim þær sömu gersemar, er hann segir, að aðrir vesturfarar, svo sem Stephan G., hafi sent austur um hafið: Fjallkonunni gull og sonum hennar sverð til að brjóta góðum málum braut og höggva liindranir niður. Árið eftir heimkomuna frá Ameríku, 1920, gerðist Jakob Krist- insson forseti Guðspekifélags íslands og tók brátt að geta sér mik- inn orðstír sem frábær ræðuskörungur, er hreif alla, sem á hann hlýddu, með eldmóði sínum, málsnilld og spámannlegri andagift. Gegndi hann forsetastarfinu í átta ár. Munu vera frá Jjví tímabili ýmsar af Jrekktustu ritgerðum hans og ræðum um guðspekileg efni, svo sem Frændum Síðu-Halls svarað, er birtist í Eimreiðinni 1924, minningargrein um guðspekinginn Sigurð Kristófer Pétursson, sem lézt 1925, og Guðsdýrkun i Adyar (á Indlandi), en ])angað fór síra Jakob sem fulltrúi félags síns, sama ár og Sigurður Kristófer lézt, en þá varð Guðspekifélagið 50 ára. Mesta ritverk síra Jakobs frá þessu tímabili mun j)ó vera Jrýðing hans á bókinni Skapgerðarlist eftir Ernest Wood, sem út kom 1924. Um nákvæmni þýðingarinnar get ég ekki dæmt. En fáar bækur hrifu hug minn eins mikið eða meir á unglingsaldri en Skapgerðarlist Ernest Wood í þýðingu síra Jakobs. Hygg ég reyndar, að málsnilld hans liafi valdið ])ar miklu um. En efnið átti J)ar einnig hlut að, J)ar eð fátt virtist mér í J)á daga jafn eftirsóknarvert, en J)ó vandlært, sem tamning hugans, ef takast mætti. Ég get ])essa auðvitað fyrst og fremst J)ví til sönnunar, að rit- verk síra Jakobs orkuðu þá })egar allmjög á unglinga, sem hvorki höfðu heyrt hann eða séð, því að ekki var ég einn um jætta. Önnur austræn fræði gátu að vísu einnig á oss orkað, svo sem speki I.ao tse, er ])eir bræður Jakob Jóh. Smári og Yngvi Jóhannesson túlkuðu með ágætum (Bókin um veginn). Veit ég naumast, hvor spekin hreif mig meir: sú sem upprunnin er í Kína eða Vestur-Indlandi, hygg J)ó, að guðspekin fyrir atbeina Jakobs Kristinssonar hafi reynzt sigur- sælli. Aldrei gekk ég henni þó á hönd til fulls, enda biðu min brátt vægðarlausar skyldur náms og starfa í })águ efnishyggju og náttúru- dýrkunar — og svo skáldskapur á stolnum stundum. Þannig liðu 10 ár, unz kynni mín af síra Jakob Kristinssyni hóf- ust, manninum sem gTeinarkorn þetta fjallar um. En skilyrði þess að geta skrifað um einhvern mann af nokkru viti er að hafa kynnzt 13

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.