Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 50
194 EIMREI3IN honum eða verkum hans, og helzt hvoru tveggja. í því sem á eftir fer, verða því kynni okkar síra Jakobs, verk hans og persónuleiki saman fléttuð. Alvarleg kreppa hafði ríkt um nokkurt árabil. Kvöld eitt sumarið 1935 heyrði ég tilkynnt í útvarpi, að kennara vantaði við Alþýðu- skólann á Eiðum. Ég var atvinnulaus, en með allgóð prófskírteini upp á vasann, auk annars í uppeldis- og náttúrufræðum, sem væntan- legur kennari átti að veita tilsögn í. Ég sótti um stöðuna og hlaut hnossið, einkum sakir meðmæla skólastjórans, Jakobs Kristinssonar, er þá var að hefja sitt 8. starfsár á Eiðum og hafði víst af mér haft litlar spurnir, en þó séð nafn mitt á prenti, eins og brátt verður að vikið, því að það lýsir honum vel, að hann skyldi telja þau bernsku- brek, er ég hafði gerzt sekur um, jákvæð fyrir væntanlegan samstarfs- mann. Og nýr kapítuli lífs míns var í þann veginn að hefjast. IV. Mig bar að garði á Eiðum fagurt haustkvöld seint í október. Mér fannst ég vera kominn til ævintýralands, þegar hríslurnar strukust við bílrúðurnar á leiðinni heim að Egilsstöðum neðan úr Fagradal. Stapar og fell báðum megin Lagarfljóts líktust álfahöllum í tungls- skininu, þegar ekið var norður frá Eyvindará að hinum forna bú- stað Helga Ásbjarnarsonar. Mest var þó um vert að mæta húsráðend- um skólasetursins. Sírajakob Kristinsson og fyrri kona hans, frú Helga Jónsdóttir, stóðu á tröppunum og buðu mig velkominn at þeirri alúð, er mér gleymist seint. Innan dyra beið matur á borðum. Þegar staðið var upp frá þeim, bauð síra Jakob mér inn í skrifstofu sína. Þar hóf þessi ræðu- og ritsnillingur að bera lof á mig fyrir örfá kvæðiskorn, þýdd og frumsamin, er ég hafði gerzt svo djarfur að birta í tímaritum. Hann trúði mér fyrir því, að einmitt þau hefðu komið sér til að veita mér sín meðmæli til starfsins, framar öðrum umsækjendum um það, en ekki háar einkunnir við prófborð! Ég mun hafa bæði undrazt og roðnað af blygðun. Þegar við fyrstu sýn og enn meir við nánari kynni fóru viðmót og kurteisi síra Jakobs langt fram úr þeim hugmyndum, sem ég hafði mér um hann gert. Ýmislegt reyndist þó öðruvísi en ég hafði vænzt. Höfundur snjallra guðspekiritgerða í Eimreið og Ganglera og þýð- andi Skapgerðarlistar olli mér síður en svo neinum vonbrigðum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.