Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 51

Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 51
JAKOB KRISTINSSON 195 hvað alúð, gáfur og drengskap snerti. Margt reyndist þó mannlegra í fari hans en ég bjóst við, og kem ég bráðum að því nánar. Frú Helgu hafði ég aldrei áður heyrt getið. Hún var alltaf að vaxa í vitund minni frá fyrstu sýn, unz vegir okkar skildu. Svo undarlegt sem það kann að virðast, þá man ég ekki til, að síra Jakob minntist á guðspeki í mín eyru þau þrjú ár, sem við unn- um saman á Eiðurn, nema einu sinni, og þá lítillega. Næst skóla- starfinu, sem hann lét sér mjög annt um, var honum tíðræddast um bókmenntir. Þó að síra Jakob væri að líkindum þjóðkunnastur sem ræðuskörungur, þegar hann var forseti Guðspekifélagsins og það starf hafi eflaust veitt honum marga fullnægjustund, hef ég sjálfs hans orð fyrir því, að skólastjórnarárin á Eiðum, einkanlega tvö þau síðustu, hefðu á ýmsan hátt verið sér þau hugþekkustu, sem hann hefði lifað. Áður en persónuleg kynni okkar síra Jakobs hófust, hélt ég, að hann væri mikil alvörumaður og gæddur allt að því ofurmannlegri tign, ró og skapstillingu, sem ekkert ytra brambolt fengi raskað. Þetta reyndist þó nokkuð á annan veg. Þó að alvara sýndist á yfir- borðinu og framkoman væri fáguð, leyndist græskulaus kímni undir því, svo að ósjaldan löðuðu skringileg orð eða atvik fram góðlátleg bros og jafnvel hjartanlegan hlátur. Að öðrurn þræði var hann glettnisfullur æringi, en ætíð í góðu. Hann gat átt það til að vera ósanngjarn, sem stafaði af örum skapbrigðum. Stilling hans gat brugðizt, en drengskapurinn aldrei. En einmitt þessar eigindir — menn geta nefnt þær breiskleika — gerðu síra Jakob miklu skemmti- legri að minni hyggju en hann ella hefði verið. Þrátt fyrir hans miklu gáfur og snilld, gat lionum yfirsézt hraparlega í hversdagsleg- ustu hlutum. í þeim efnum reyndist frú Helga skólastjóranum oft og einatt skarpskyggnari. En jafnvel gallar síra Jakobs og yfirsjónir „hölluðust á sveif dyggða hans,“ eins og skáldið Robert Burns komst að orði í grafskrift yfir föður sinn. Þess vegna þótti öllum, sem kynntust honum, vænt um hann. Það sem liækkaði síra Jakob rnest í mínurn augum sem skóla- mann, voru stefnufesta, virðuleiki og alúð í framkomu og vilji til vaxtar sér og öðrum til handa. Nafn bókar hans, Vaxtarvonir, gat því ekki verið betur valið. Og einmitt sá vilji, sú viðleitni, er snarasti þátturinn í ræðum hans og ritgerðum. Sem dæmi rná nefna erindið um Ólaf pramma. Ég heyrði hann flytja það einvern veturinn, sem við unnum saman á Eiðum. Nefndi hann það þá Leik í prem þáttum.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.