Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 51

Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 51
JAKOB KRISTINSSON 195 hvað alúð, gáfur og drengskap snerti. Margt reyndist þó mannlegra í fari hans en ég bjóst við, og kem ég bráðum að því nánar. Frú Helgu hafði ég aldrei áður heyrt getið. Hún var alltaf að vaxa í vitund minni frá fyrstu sýn, unz vegir okkar skildu. Svo undarlegt sem það kann að virðast, þá man ég ekki til, að síra Jakob minntist á guðspeki í mín eyru þau þrjú ár, sem við unn- um saman á Eiðurn, nema einu sinni, og þá lítillega. Næst skóla- starfinu, sem hann lét sér mjög annt um, var honum tíðræddast um bókmenntir. Þó að síra Jakob væri að líkindum þjóðkunnastur sem ræðuskörungur, þegar hann var forseti Guðspekifélagsins og það starf hafi eflaust veitt honum marga fullnægjustund, hef ég sjálfs hans orð fyrir því, að skólastjórnarárin á Eiðum, einkanlega tvö þau síðustu, hefðu á ýmsan hátt verið sér þau hugþekkustu, sem hann hefði lifað. Áður en persónuleg kynni okkar síra Jakobs hófust, hélt ég, að hann væri mikil alvörumaður og gæddur allt að því ofurmannlegri tign, ró og skapstillingu, sem ekkert ytra brambolt fengi raskað. Þetta reyndist þó nokkuð á annan veg. Þó að alvara sýndist á yfir- borðinu og framkoman væri fáguð, leyndist græskulaus kímni undir því, svo að ósjaldan löðuðu skringileg orð eða atvik fram góðlátleg bros og jafnvel hjartanlegan hlátur. Að öðrurn þræði var hann glettnisfullur æringi, en ætíð í góðu. Hann gat átt það til að vera ósanngjarn, sem stafaði af örum skapbrigðum. Stilling hans gat brugðizt, en drengskapurinn aldrei. En einmitt þessar eigindir — menn geta nefnt þær breiskleika — gerðu síra Jakob miklu skemmti- legri að minni hyggju en hann ella hefði verið. Þrátt fyrir hans miklu gáfur og snilld, gat lionum yfirsézt hraparlega í hversdagsleg- ustu hlutum. í þeim efnum reyndist frú Helga skólastjóranum oft og einatt skarpskyggnari. En jafnvel gallar síra Jakobs og yfirsjónir „hölluðust á sveif dyggða hans,“ eins og skáldið Robert Burns komst að orði í grafskrift yfir föður sinn. Þess vegna þótti öllum, sem kynntust honum, vænt um hann. Það sem liækkaði síra Jakob rnest í mínurn augum sem skóla- mann, voru stefnufesta, virðuleiki og alúð í framkomu og vilji til vaxtar sér og öðrum til handa. Nafn bókar hans, Vaxtarvonir, gat því ekki verið betur valið. Og einmitt sá vilji, sú viðleitni, er snarasti þátturinn í ræðum hans og ritgerðum. Sem dæmi rná nefna erindið um Ólaf pramma. Ég heyrði hann flytja það einvern veturinn, sem við unnum saman á Eiðum. Nefndi hann það þá Leik í prem þáttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.