Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Page 52

Eimreiðin - 01.09.1970, Page 52
196 EIMREIÐIN Mér varð það ógleymanlegt, því að þar fylgdist að snilldarleg bygg- ing þess, hnitmiðað orðaval og frábær flutningur. Hann hóf mál sitt með því að segja gamansögu af Nesreddín, sem kom áheyrendum til að skellihlæja. Svo spaugileg var hún og vel sögð. Að öðru leyti llutti hann erindið af blöðum. Og svo vel man ég orðalagið enn í dag, að ég þekkti hverja setningu við lestur þess eftir meir en þrjátíu ár. Sama máli gegnir og um ýmis önnur erindi, er ég heyrði síra jakob flytja á Eiðum. Það er því ekki alls kostar rétt, sem Þórleifur Bjarnason segir í formálanum, að við flutning erinda hafi síra Jakob aldrei fylgt handriti, og segi ég ]rað hvorugum til ávirðingar, síra Jakob eða Þórleifi, heldur sannleikanum samkvæmt.* Ef til vil! er mér síra Jakob minnisstæðastur, þegar hann kvaddi nemendur sína á vorin. Þeir áttu margir langt heim að sækja, fóru sumir gangandi, enda vegir oft og víða ófærir bílum við skólaslit rétt eftir sumarmál, lögðu því af stað fyrir allar aldir, jafnve! um óttubil. Voru þau síra Jakob og frú Helga þá komin á fætur, vitan- lega örþreytt og lítið sofin, og litu eftir útbúnaði þeirra, er þeir voru að leggja upp með föggur sínar og nesti. Handtakið var mjúkt, en þétt og alúðlegt. Hugheilar árnaðaróskir fylgdu. Á eftir þeim var horft, unz þeir hurfu bak við ásana, í hvaða átt sem þeir fóru, og ekki trútt um, að sumum vöknaði um augu. Mér eru sérstaklega minnisstæð orðaskipti síra jakobs og okkar samkennara hans að lokinni einni slíkri kveðjustund. Síra Jakob fórust orð eitthvað á þessa leið: „Mikil verða nú viðbrigðin fyrir þessa unglinga að koma heim í fásinnið, lágreist, köld og dimm hreysin, úr salarkynnunum hér, hlýjum og uppljómuðum, þar senl þeir hafa unað hag sínum vel við leik og nám í allan vetur meðal fjörugra iélaga. Sú er þó bót í máli, að vonandi hafa þeir safnað ein- hverjum þekkingarmolum og gleðigjöfum, er geta enzt þeim sem ofurlítið vegarnesti út í lífið. Það er þó ekki einskis virði að geta vermt sig við slíka glóð.“ Fá eða engin ritsmíð síra Jakobs lýsir eins vel, hvað þá betur, viðhorfi hans til skólans og smágreinin Á skeiðsenda, sem hann skrif- *Þetta breytir þó engu um regluna: Margar snjöllustu ræður sínar flutti síra Jakob alveg blaðalaust. Svo var t. a. m. um eina mest rómuðu ræðu lians austan lands, þá er hann flutti á héraðshátíð Austfirðinga að Egilsstöðum sum- arið 1930. Af lienni var ekkert orð skrifað. Skilríkur maður, er það sumar dvaldist á Eiðunt, sagði mér, að samning þeirrar ræðu hefði kostað síra Jakob lieillar viku starf. Meðan á samningunni stóð, hélt liann einn til úti í Eiða- hólma hvern dag og lét færa sér þangað mat.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.