Eimreiðin - 01.09.1970, Síða 54
198
EI M R E101N
Frú Helga var hjúkrunarkona að menntun og annaðist eigi aðeins
mann sinn, er hann var sjúkur, sem oft kom lyrir, heldur og alla á
þessu stóra heimili, þegar veikindi eða slys bar að höndum.
í þakkar- og svararæðu sinni að lokum gerði Jakob góðlátlegt gys
að oflofinu, sem hann taldi á sig borið, hins vegar ætti kona sín alla
þá viðurkenningu skilið, er henni féll í skaut af vörum ræðumanna,
hún hefði sannarlega verið sér haukur í horni við stjórn skólans
undanfarin áratug og velferð hans ekki síður henni að Jrakka en
sér. Hvað sig varðaði, hefðu lofsyrðin að vísu haft þann sannleiks-
kjarna í sér fólginn, að hann hefði alltaf borið í brjósti ríkan vaxtar-
vilja, en sér hefði oftast veitt miður í viðskiptunum við Adams-
eðlið í sjálfum sér; því væri nefnilega þann veg háttað, eins og ein-
hver spekingur, er hann vitnaði í og ég man nú ekki lengur, Irver
var, sagði, að Adam gamli forfaðir okkar væri selsyndur, honum
ómögulegt að drekkja, ellegar ráða niðurlögum hans á annan hátt.
V.
Sumarið 1938 komu þau hjónin sér upp dálitlu íbúðarhúsi á
æskuslóðum sínum, að Reykhúsum í Eyjalirði. Þangað fluttust þau,
áður en húsið var fullgert, og dvöldust þar seinni hluta ársins. Mun
frú Helga hafa ætlað sér að stunda garðyrkju og alifuglarækt, sem
hún kunni góð tök á, jafnframt heimilisstörfum, en síra Jakob rit-
störf og huganir utan við skarkala heimsins. En dvöl þeirra í Reyk-
húsum varð stutt.
Um þessar mundir varð embætti fræðslumálastjóra laust. Síra
Jakob var enn lítið meir en hálfsextugur. Heilsa hans mun hafa
virzt lítið lakari en stundum áður, nema livað heyrnin deyfðist
frekar en hitt. Að líkindum hefur honum fundizt heldur snemmt
að setjast í helgan stein. Niðurstaðan varð sú, að síra Jakob hlaut
fræðslumálastjórastarfið upp úr nýári 1939, og gegndi hann því til
1944.
í fyrsta bréfinu sem síra Jakob skrifaði mér, eftir að hann tók
við embætti fræðslumálastjóra, dagsettu 29. júní 1939, ritar hann,
að annasamt sé urn þær mundir: ,,Eg hefi misst bezta manninn héð-
an af skrifstofunni um stundarsakir. Hann skrapp til útlanda. Og
annar maðurinn til, sem hér vinnur, hefir að mestu verið fjarver-
andi undanfarið vegna kennaraþingsins, sem hér var haldið og nú
er nýafstaðið. Það hefir því mætt á mér allmikið og verð eg mjög