Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 56

Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 56
200 EIMREIÐIN verið við heldur slæma heilsu síðan við komum suður. Meðan við vorum fyrir norðan í sumar var hún hin frískasta. Læknar telja, að hún hafi gallsteina, og er það illur sjúkdómur og erfiður við- gerðar nema með uppskurði. Eg vona samt hins bezta.“ En von síra Jakobs um bata frú Helgu brást. Hún andaðist 26. maí 1940. í næsta bréfi til mín jrar á eftir, dagsettn 7. september sama ár, víkur hann að andláti hennar með svo felldum orðum: „. . Og svo hefi ég stundum verið dálítið viðutan síðan ég missti konu mína og hugurinn ekki heima. En tíminn dregur úr sviða og læknar oft djúp sár, þótt auða skarðið sé alltaf opið.“ Skal nú enn vikið að bók síra Jakobs og staðnæmzt við stutta grein, er ég tel eina af hreinustu perlum hennar. Heitir sú Tvœr konur. Er fyrst lagt út af sögu frá dögum Vespasíans keisara. Ejallar hún um hjón, sem hétu Espónína og Júlíus Sabíníus, en hann var foringi uppreisnarnranna gegn keisaranum. Biðu Jreir lægri hlut, og virtist Sabíníusi tæpast undakomu auðið. En hann leyndist í dinnn- um helli undir sveitasetri sínu í níu ár. Kona hans unni honum svo mjög, að hún stóð við hlið hans í hellinum allan þann tíma og létti honum lífið á allar lundir, unz hann fannst og var tekinn af lífi. Espónína kaus heldur að deyja með bónda sínum en lifa eftir hann. Hin konan er Auður Vésteinsdóttir, sú er fylgdi bónda sín- um, Gísla Súrssyni, í útlegð hans í 13 ár, allt fram að drápi hans, og horfði á það fjötruð, en fór síðan alfarin af landi burt og tók kristna trú. Þessar tvær sögur verða höfundinum elni í eitt snilldar- legasta minni kvenna, sem skrifað hefur verið á íslenzku. Greinin endar á Jressa leið: ,,Það er réttmætt og sjálfsagt, að konan fái að reyna krafta sína á sérhverjum vettvangi lífsins. En hversu mikinn frama, sem hún kann að fá á nýjum starfssviðum, mun þó eitt víst, að með engnm hætti fái hún fremnr hjálpað hinum margþjáða og synduga heimi en með því að elska líkt og Auður og Espónína, því að „fegurst og kærst og að eilífu stærst“ er hún í ást og kærleika.“ Greinin birtist í Nýju kvennablaði í apríl 1941, tæplega ári eftir að frú Helga, fyrri kona síra Jakobs, andaðist. Ritgerð Jæssi er hituð trega þess manns, er orðið hefnr fyrir ástvinarmissi. Frú Helga hafði ekki aðeins verið síra Jakob fylgjnengill og sálufélagi um langt ára- bil heldur og verndari veillar heilsu hans, er mun hafa versnað næstu árin, þó að lítt væri orð á gert, fyrr en um Jwerbak keyrði vet- urinn 1943—44.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.