Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 58

Eimreiðin - 01.09.1970, Blaðsíða 58
202 EIMREIÐIN um án efa til mikillar hamingju. Virðist einsætt að rekja nú aðdrag- andann að þeim kafla. Gríp ég þar til heimilda frá honum sjáifum, sem öruggastar eru, svo að ekkert fari milli mála. í bréfi til mín, rituðu i7. marz 1945 að Reykhúsum, kemst síra Jakob meðal annars svo að orði: „Þú segir, að Jiig langi til að fá frétt- ir af mér. Reyndar er fátt af mér að segja. Eg kom hingað um miðj- an sept. og hefi síðan dvalið hér aleinn í húskofa mínum og sjálfur orðið að matreiða fyrir mig kvölds og morguns, svo og ræsta lnisið og jDjóna mér sjálfur að mestu leyti. Hið eina sem nokkur kostur var á að fá hér, var hádegismatur, sem eg fæ í Kristneshæli. Hér um slóðir er hinn mesti hörgull á kvenfólki eins og víðar. Kristneshæli varð í haust að taka þrjá eða fjóra karlmenn til kven- mannsstarfa. I>etta fullkomna einlífi hér hefur sína kosti og galla. Allt of mikið af deginum fer hjá mér til eldamennsku og húsverka, J>ví að þessi verk leika mér fítt í höndum. Og einbúalífið getur stundum orðið hálfömurlegt, eins og t. d. hérna fyrir mánuði síðan. Þá fékk eg „inflúenzu", sem hér var að ganga. Lá þá hér aleinn nokkra daga í húsinu og fannst það fremur óyndislegt. Síðan hefi eg hugsað mér að leggja ekki út í það að vera svona einn annan vetur. Hins vegar er næði og ró eins og á verður kosið, en alls stað- ar verður reyndin sú, að meðalhófið er farsælast og bezt, en af engu of mikið. Starf mitt eftir veturinn, fyrir utan matargugt og hreingerningar, er því furðu lítið. Eg hlakka mjög til vors og sumars og hefi heitið Jdví að njóta Jness í fullum mæli.“ Síra Jakob fór til Reykjavíkur um vorið, dvaldist Jrar um hríð, eða Jrangað til í maí, en hélt j}á norður að Reykhúsum á nýjan leik og dvaldist í „kofa“ sínum og ef til vill eitthvað víðar nyrðra um sum- arið, sem var lengst af mjög hlýtt. „Hefi eg auðvitað notið sumars- ins miklu meir en eg hefi átt kost á að njóta sumra og sólmánaða undanfarin sumur,“ segir hann í bréfi til mín, dagsettu að Reyk- húsum 7. sept. 1945. Enn fremur segir hann í sama bréfi: „Af högum sjálfs míns er allt sæmilegt að frétta. Og að sumrinu er ekkert að Jjví að vera einn. En síðastliðinn vetur hét eg því að verða ekki einn næsta veturinn, og nú heli eg ráðið til mín ráðskonu, Þingeying, Ingibjörgu Tryggvadóttur, sem undanfarin ár hefir verið ráðskona hér í Kristneshæli. Hún er greind og skáld gott og hugsa eg gott til að ræða við hana stöku sinnum um skáldskap og bók- menntir. Það kom fyrir á útmánuðum síðastl. vetur, jDegar enginn maður hafði komið hingað í húsið vikum saman, að eg fann stund-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.