Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 59
JAKOB KRISTINSSON
203
um til hungurs eftir því að spjalla við mann, sem hefði einhver
samskonar hugðarmál og eg. Til þessa hungurs hafði eg aldrei fyrr
fundið, svo að mig reki minni til.“
Næsta vetur, 6. febrúar 1946, stofnuðu þau síra jakob og Ingi-
björg Tryggvadóttir til hjúskapar. Var hún ættuð frá Halldórsstöð-
um í Bárðardal, dóttir Tryggva Valdimarssonar, bónda þar, síðar í
Engidal, og Maríu Tómasdóttur, konu hans, alsystir Tómasar lieit-
ins jarðfræðings og þeirra systkina. Var sambúð þeirra Ingibjargar
og Jakobs svo ástúðleg sem framast verður á kosið. Settust þau að í
Reykjavík, sama árið og þau voru gefin saman, leigðu sér fyrst litla
íbúð á efstu hæð í húsinu Bárugötu 7, en reistu síðan hús í félagi við
Tómas bróður Ingibjargar að Nökkvavogi 26, og bjuggu þar upp frá
því, þangað til síra Jakob andaðist 11. júlí 1965.
Á sumrin munu þau þó hafa dvalizt alloft og stundum nokkuð
lengi norður í Bárðardal á æskuslóðum Ingibjargar og unað því vel.
Eg sé t. d. í bréfi til mín frá síra Jakob, dagsettu að Bárugötu 7, 19.
ágúst 1947, að honum haía farizt orð á þessa leið:; „Við hjónin nut-
um vel norðurdvaíarinnar og sólskins og sunnangolu í Bárðardal,
því að þar vorum við lengst. Og af okkur er allt gott að frétta, og
vona eg að þú og þínir hafi sömu sögu að segja: að ykkur líði vel.“
Að undanförnu hef ég ekki hlífzt við að vitna í bréf síra Jakobs
til mín á þeim árum ævi lians, er hann var fræðslumálastjóri og
næstu árin þar á eftir, bæði af því að þær tilvitnanir lýsa honum vel
og eins vegna hins, að þær skýra orsakir breytinganna á högum hans
þessi tímabil. Skal þeim tilvitnunum nú að mestu lokið. Þó tel ég
rétt, samhengis vegna, að gripið sé enn til eins bréfs frá honum.
Það er skrifað að Bárugötu 7 1. marz 1948. í því segir svo meðal
annars:
„Þú minnist á, að eg gefi út eitthvað af þeim erindum, sem eg hefi
flutt. Mér hefir dottið í hug að gera það, en þar verður mér sá vandi
á höndum, að eg hefi ekki ritað nema fá þeirra, en haft aðeins punkta
þegar eg flutti þau. En Jrótt eg hafi að vísu fundið sumt af punkt-
um þessum, eru Jreir mér nú alveg ófullnægjandi. Eg hefi Jiess vegna
lítið til að láta prenta og það, sem eg hefi skrifað, finnst mer nú
þannig, að ekki verði komizt lijá að breyta því meira og minna. En
slíkar breytingar eru venjulega örðugar viðfangs og spilla stundnm
heildinni fremur en bæta. Samt hefi eg Jretta í huga, að láta eitt-
livað koma út .“
Loks eltir nálega aldarfjórðung, frá því að Jretta bréf var skrifað,