Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Page 64

Eimreiðin - 01.09.1970, Page 64
Auglýsing um samkeppni vegna 1100 ára afmælis íslandsbyggðar HÁTÍÐARLJÓÐ Þjóðhátíðarnefnd 1974 efnir til samkeppni um hátíðarljóð eða Ijóðaflokk til söngs og flutnings við hátíðarhöld á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar. Skila þarf handritum til Þjóðhátíðarnefndar 1974, skrifstofu Alþingis, fyrir 1. marz 1973. Ganga skal frá handriti í lokuðu umslagi, merktu kjörorði, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu, ógagnsæju umslagi, merktu sama kjörorði og handrit. Ein verðlaun verða veitt fyrir bezta Ijóðið, að mati dómnefndar, að upphæð 150 þúsund krónur Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar, en Þjóð- hátíðarnefnd áskilur sér umráðarétt yfir verðlaunuðu efni gegn greiðslu. Telji dómnefnd ekkert þeirra verka, sem berast, verðlaunhæft, fellur verðlaunveiting niður. Dómnefnd skipa Andrés Björnsson útvarpsstjóri, dr. Einar Ólafur Sveinsson prófessor, Kristján Karlsson bókmenntafræðingur, dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor og Sveinn Skorri Höskulds- son prófessor. Þegar úrslit hafa verið kunngjörð, geta keppendur látið vitja verka sinna hjá Þjóðhátíðarnefnd. Verða þá jafnframt afhent óopn- uð umslög með nafni og heimilisfangi, eins og kjörorð á handriti segir til um. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND 1974

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.