Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 6
EIMREIÐIN
VIÐTAL VIÐ RAGNAR JÖNSSON í SMÁRA
Trúin og listin
- haldreipi og lífsfylling
nútímafólks
UPPRUNI OG ÆVIFERILL.
— Þú ert fæddur og uppalinn á Eyrarbakka, Ragnar?
— Já, og þaðan er margs að minnast. Ég held, að lífið á Eyrar-
bakka hafi á margan hátt verið menningarlegra en víða annars stað-
ar. Þar voru leiksýningar, lestrarfélag og mikið félagslíf. Þar var
starfandi prentsmiðja og talsverð bókaútgáfa. Á Eyrarbakka var líka
stofnaður fyrsti blandaði kórinn á Suðurlandi undir forystu Jóns Páls-
sonar, ísólfs Pálssonar — föður Páls — og Sigfúsar Einarssonar. Þeir
og fjölmargir ungir menn héldu uppi fjölskrúðugu og fjörugu télags-
starfi í bænum. Dætur danska verzlunarstjórans í Húsinu, sem kallað
var, voru mjög áhugasamar um tónlist og skemmtanalíf yfirleitt. I
Húsinu var líka sæmilegt píanó. Við Páll Isólfsson trúðúm því alltaf,
að þetta hefði verið bezti kór í heimi!
Við vorum líka mjög heppnir með skólastjórana okkar, Eyrbekk-
ingar. Á fyrstu árum mínum þar var Pétur Guðmundsson skólastjóri.
Hann var mjög víðlesinn og gáfaður maður, faðir Jóns Axels og
þeirra bræðra. Skólinn var rétt hjá heimili mínu, og Pétur kom oft
við og spjallaði tímunum saman við mömmu og pabba um alla heima
og geima. Það kom oft fyrir, að þau léku fyrir okkur heilu kaflana
úr íslendingasögunum. En sá, sem vakti með mér tónlistaráhugann,
182