Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 117
EIMREIÐIN
Höfundatal
Hér er þeirra íslendinga getið, sem átt hafa efni í Eimreiðinni frá því, að
hún hóf ferð sína í nýjum búningi árið 1972:
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur fæddist 7. marz 1948. Hann varð stúdent
frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1967, lauk prófi í málvísindum og bók-
menntum frá St. Andrews háskóla í Skotlandi 1971, stundaði nám í listasögu á
Ítalíu og Englandi og lauk prófi í henni frá Courtauld Institute í Lundúnum
1974. Aðalsteinn hefur kennt í Myndlista- og handíðaskólanum og í Háskóla
íslands og skrifað um myndlist í Vísi og Dagblaðið. Hann hefur gefið út tvær
ljóðabækur.
Árdís Pórðardóttir viðskiptafræðingur fæddist 6. marz 1948. Hún lauk
íþróttakennaraprófi frá Iþróttakennaraskóla íslands 1968, kenndi í eitt ár,
lauk kennaraprófi og stúdentsprófi frá Kennaraskólanum 1971 og viðskipta-
fræðiprófi frá Háskóla íslands 1974. Árdís stundar nú framhaldsnám í hag-
fræði í Bandaríkjunum.
Árni Þórarinsson blaðamaður fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1950. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1970 og lauk B.A.prófi í saman-
burðarbókmenntum frá East-Angliaháskóla í Norwich á Bretlandi 1973. Árni
er blaðamaður á Morgunblaðinu og hefur m. a. ritað þar um bókmenntir og
listir.
Baldur Guðlaugsson lögfræðingur fæddist 8. desember 1946. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967, lauk lagaprófi frá Háskóla Is-
lands 1973 og M.A.prófi í alþjóðasamskiptum frá Fletchers Sohool of Law and
Diplomacy 1974. Baldur er lögfræðingur í Reykjavík.
Baldur Hermannsson eðlisfræðingur fæddist í Reykjavík 12. desember 1942.
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963, lauk prófi í eðlis-
fræði og stærðfræði frá Björgynjarháskóla og stundar nú framhaldsnám í stærð-
fræðilegri eðlisfræði við Stokkhólmsháskóla.
Björn Bjarnason skrifstofustjóri fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1944.
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964 og lauk lagaprófi frá
Háskóla íslands 1971. Hann var útgáfustjóri Almenna bókafélagsins 1971—
1974, fréttastjóri á Vísi 1974 og er nú skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu.
Bragi Ásgeirsson listmálari fæddist í Reykjavík 28. maí 1931. Hann stundaði
nám í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn 1950—1952 og 1955—1956, í Ríkis-
listaháskólanum í Osló 1952—1953 og í Listaháskólanum í Múnchen 1958—
1960. Bragi var kennari í graflist við Handíða- og myndlistaskólann 1956—
1958 og aftur frá 1960. Hann ritar myndlistargagnrýni í Morgunblaðið.
Davíð Oddsson borgarfulltrúi fæddist 17. janúar 1948. Hann varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík 1970 og stundar nú laganám við Háskóla fs-
lands. Hann var leikhúsritari Leikfélags Reykjavíkur 1970—1972. Nokkur leik-
293