Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 119
EIMREIÐIN
Hannes H. Gissurarson fæddist í Reykjavík 19. febrúar 1953. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972 og stundar nám í sögu, heim-
speki og bókmenntum við Háskóla íslands. Hannes hefur kennt við Mennta-
skólann í Reykjavík frá 1973.
Hannes Pétursson skáld fæddist á Sauðárkróki 14. desember 1931. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952, stundaði háskólanám í Pýzka-
landi 1952—1954, en lauk cand. mag.prófi í íslenzkum fræðum frá Háskóla Is-
lands 1959. Fyrsta ljóðabók hans, Kvæðabók, kom út árið 1955. Hannes hefur
gefið út nokkrar Ijóðabækur auk annarra rita, síðast Óð um ísland 1974.
Hclgi Skúli Kjarlansson sagnfræðingur fæddist 1. febrúar 1949. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968, lauk B.A.prófi í sögu og ís-
lcnzku frá Háskóla íslands 1972 og stundar þar framhaldsnám. Helgi hefur
gefið út þrjár bækur um sögu og bókmenntir.
Hjörleijur Sigurðsson listmálari fæddist í Reykjavík 26. október 1925. Hann
varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1945 og stundaði myndlistarnám
í Svíþjóð, Frakklandi og Noregi 1946—1952. Hann hefur kennt við Myndlista-
og handíðaskóla íslands og er nú safnvörður listasafns A.S.Í.
Hrafn Gunnlaugsson rithöfundur fæddist 17. júní 1948. Hann varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969, lauk fil. kand.prófi í leikhúsfræðum og
bókmenntum frá Stokkhólmsháskóla 1973 og prófi í fjölmiðlun frá Dramatiska
Institutet 1974. Hrafn hefur gefið út þrjár bækur.
Hringur fóhannesson listmálari fæddist á Haga í Aðaldal 21. desember 1932.
Hann lauk prófi frá Handíða- og myndlistaskóla íslands 1952. Hringur er list-
málari og myndlistarkennari í Reykjavík.
Iiörður Einarsson lögfræðingur fæddist í Reykjavík 23. marz 1938. Hann
varð stúdent frá Mcnntaskólanum í Reykjavík 1958 og lauk lagaprófi frá Há-
skóla íslands 1966. Ilann er lögmaður í Reykjavík. Hörður var einn forvígis-
manna undirskriftasöfnunarinnar undir kjörorðinu Varið land 1974.
Indriði G. Porsteinsson rithöfundur fæddist í Skagafirði 18. apríl 1926. Hann
varð blaðamaður á Tímanum 1951 og síðar ritstjóri blaðsins. Indriði var fram-
kvæmdastjóri Pjóðhátíðarnefndar 1974. Hann skrifar nú um bókmenntir í Vísi.
Indriði gaf út fyrstu bók sína árið 1951, og hafa komið út eftir hann fjölmargar
bækur síðan.
Jóhann Hjálmarsson skáld fæddist 2. júlt 1939 í Reykjavík. Hann hefur gefið
út 8 ljóðabækur auk bókar um íslenzka nútímaljóðlist og tveggja bóka þýddra
ljóða. Jóhann er bókmenntagagnrýnandi Morgunblaðsins og skrifar þar einnig
um listir og önnur menningarmál.
Jón Gíslason skólastjóri fæddist í Gaulverjabæ í Flóa 23. febrúar 1909. Hann
varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1929, stundaði nám í latínu og
grísku í Berlín og Múnster 1929—1934 og lauk doktorsprófi 1934. Jón varð
kennari við Verzlunarskóla íslands 1935, yfirkennari 1941 og skólastjóri 1952.
Ilann hefur gefið út og sarnið fjölmörg rit um menningu Grikkja og Rómverja.
295