Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 19
EIMREIÐIN
— Já, það er ýmislegt til í þessu. Margar þessara heimsfrelsunar-
kenninga eru í sjálfu sér ágætar: en lífið er öðruvísi. Og það er lífið,
má ég bæta við: listin, sem lifir, en kenningarnar deyja. Og engum
er eins mikil vorkunn og þeim, sém sjá þær deyja. Ég hitti t. d. oft
Jóhannes úr Kötlum, og hann var einn hinna saklausustu og hjarta-
hreinustu sósíalista, sem hér hefur lifað. Honum leið oft illa. Mér
liggur við að segja, að Ungverjalandsmálið hafi næstum því dregið
hann til dauða, svo vonsvikinn var hann, þó að hann reyndi að bera
sig vel. Hann hafði ekki neina frambærilega skýringu.
— Nú eiga heimsfrelsunarkenningar eins og sósíálisminn og mor-
mónatrú upphaf sitt í þeirri skoðun, að heimurinn sé vondur. En er,
heimurinn eins vondur og af er látið, Ragnar?
— Ja, nú komuð þið fyrst með það, sem ég hefði viljað ræða um.
Finnst mönnum þetta ekki vegna þess, að hitt, sem gott er og fag-
un, er ekki talið til „spennandi“ frétta? Ég er sannfærður um, að gott
og gáfað fólk er í miklum meiri hluta í heiminum, fólk sem er að
reyna að bæta mannlífið og fegra heiminn. Við getum tekið til dæmis
allar myndlistarsýningarnar, tónleikana og leiksýningarnar, sem eru
haldnar hérna í okkar litlu fátæku borg, Reykjavík, og eru á heims-
mælikvarða. Og hátíðleikinn, sem er yfir guðsþjónustunuím, jafnvel
þó að þær hljómi í gegnum útvarp! Ég hlusta sjálfur mjög oft á mess-
ur í útvarpi. En frá þessu og mörgu öðru er hvergi sagt, það er ekki
fréttaefni. En ef einhver maður veður inn í kirkju og fer að mála
predikunarstólinn, þá er því óðar slegið upp. Það gerðist einu sinni í
Gaulverjabæ, að hrafn, sem átti hreiður í kirkjuturninum, dreit nið-
ur á bakið á prestinum. Og þetta var aðalumræðuefnið í sveitinni allt
sumarið!
Sannleikurinn er sá, að menn vantar alltaf eitthvað, sem er skemmti-
legt, óvenjulegt. Gleðin, gæzkan og annað jákvætt í tilverunni er oft
einlitt og almennt og hefur á sér einhvern þreytublæ. Ég held, að
heimurinn sé miklu betri en menn vita eða látast vita. Árni Pálsson
sagði, að rónarnir kæmu óorði á brennivínið. Eru þessir menn að
reyna að koma sama óorði á heiminn? Fólkið, sem lifir kærleiksríku
niannlífi, er ekki til umræðu. Fjölmiðlarnir gera sér ekki fréttamat
ur því. Eftirgerðin getur aldrei komið í stað frumverksins. Maður,
sem sezt niður með góða bók, kemst í ótrúlega náin tengsl við hana
°g sjálfan sig um leið — listin er svo innileg og ágeng. Fjölmiðlarnir,
utvarpið og sjónvarpið, bera aftur á móti keim eftirlíkingar. Vegna
skorts á góðu efni verða þessir aðilar að magna upp og flétta inn í
195