Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 34
EIMREIÐIN reglum glímunnar, sem þeir þreyta, hún er ekki glíman sjálf, þaðan af síður verðlaunin, sem um er glímt. Stjórnaraðgerðir eru brögð í glímunni, þær eru leiðir að sigri, ekki sigurinn sjálfur. Til þess að halda völdum þurfa forystumenn að gera tvennt: Að halda hirð náinna samstarfsmanna og afla fylgis kjósenda. Hlutdræg beiting veitingarvalds er nauðsynleg forsenda til þess, að hið fyrra megi takast. Pað er mun erfiðara að gera sér grein fyrir, hvað gera þarf til að afla og halda fylgi kjósenda, enda er það háð mjög breytilegum aðstæðum. Vænlegasta leiðin til að afla kjósendafylgis er að skapa eða leiða almenningsálitið. Þetta er eina leiðin, sem leiðir til þess, að stjórnarþörf samfélagsins verður fullnægt, ef þetta almennings- álit fjallar um stjórnmál eða öllu heldur um það, hvernig stjórna skuli, hverju stjórna skuli og hvert stefna skuli. Á íslandi nægir að þykjast leiða almenningsálitið eða jafnvel að þykjast hafa leitt það eða þykjast hafa viljað leiða það. Þó að þessi framsetning kunni að vera réttari en sú, sem fyrr var notuð og á rætur sínar að rekja til óskerpanlegra hugmynda um þjóð- arvilja, visku almennings og sannleiksgildi almannaróms, þá skiptir það litlu í því, sem hér fer á eftir. Til að nálgast þetta síðara líkan lýðræðisins þyrfti aðeins að haga orðum nokkuð á annan veg en gert verður. Til gamans má þó geta þess, að vilji menn líta á seinni fram- setninguna sem eðlislýsingu lýðræðisins, þá verður marklaust allt tal um lýðræðislega ákvörðunartöku. Kosningarétturinn er þá aðeins tyftingarvald, hann getur ekki tryggt, að kosnir stjórnendur taki ákvarðanir að vilja kjósenda, hann er aðeins leið til að byrgja brunn- inn, eftir að nægilega mörg börn hafa dottið ofan í. Svo að aftur sé tekinn upp meginþráður þessa máls, þá hafa ís- lendingar ruglað saman viti og vilja. Þessa sjást merki í stjórnmála- umræðu og í skiptingu valds og verkefna milli kjörinna stjórnvalda og embættismanna. Það sem mest einkennir stjórnmálaumræðu og baráttu forystu- manna um hylli kjósenda er, að umræðendur sem áheyrendur virðast telja hagsmunamál og stjórnmál eitt og hið sama og af því beri að ræða stjórnmál á sama hátt og rætt er um hagsmunamál. Þar sem hagsmunir geta varla verið til nema í andstöðu við aðra hagsmuni, gefur það auga leið, að stjórnmálaflokkur, sem er eða telur sig vera málsvara hagsmuna, hlýtur með öllum tiltækum ráðum að reyna að búa öðrum flokkum til andstæða hagsmuni, ef þeir eru ekki svo góð- fúsir að gera það nógu áþreifanlega sjálfir. Þar sem kjósendur eru 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.