Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 109
EIMREIÐIN
sögum og blés í hljóðpípuna til að reyna að yfirbuga hin vökulu augu
varðmannsins, en Argus hafði sig allan við að hrinda frá sér höfgi
svefnsins. Og þótt sum augna hans hefðu fest blundinn, voru önnur
enn vakandi. Loks spyr hann um hjarðpípuna, hvernig hún hafi orð-
ið til, — því að hún var þá nýjung.
Þá segir guðinn honum þessa sögu: „í svölum íjalldölum Arkadíu
var í hópi skógardísa ein, sem hinar nefndu Syrinx, og fór mikið
fríðleiksorð af henni. Hún hafði oftar en einu sinni þurft að forða
sér undan ásælni geitmenna og annarra vætta, sem eru á kreiki í
myrkviði skóganna og um græna velli. Hún dyrkaði gyðjuna Díönu
og líktist henni í háttum og var því dísa skírlífust. Hún gekk einnig
eins búin og gyðjan og það hefði hæglega mátt villast á þeim, ef
boginn, sem hún bar, hefði verið úr gulli en ekki úr horni, en engu
að síður þótti þeim, er sáu hana, oft sem þar væri Díana á ferð.
Eitt sinn, er hún var á leið niður hlíðar Lýkeifsfjalls, varð Pan á
vegi hennar, þar sem hann reikaði um, skrýddur trjásveig um höf-
uðið, og hann kallar til hennar . . .“ — Hér ætlaði Merkúr að hafa
eftir það, sem Pan sagði, og segja frá því, er dísin vildi ekki þýðast
hann, en hljóp undan honum yfir vegleysur, þar til hún kom að Ivgn-
um hyljum og sendnum bökkum Ladonsfljótsins, sem hefti för henn-
ar, svo að hún ákallaði systur sínar, dísir fljótsins, og bað þess, að
hún mætti ummyndast, — en er Pan greip þangað, sem dísin hafði
verið, varð í stað hennar fyrir revr, — og hvernig hann, er hann
stendur og kastar mæðinni, heyrir hvíslandi, tregablandinn hljóm
vindsins, er þaut í reyrnum, og segir, heillaður af hinum framandi
og undurþýða hljómi: ,,Þó ekki sé annað, get ég huggað mig við
þetta.“ En upp frá því ber hjarðpípan, sem er gerð úr reyrleggjum,
tengdum saman með vaxi, nafnið Syrinx.
En áður en Merkúr fengi hermt alla þessa atburði, sá hann, að
öll augnalok Argusar sigu og svefninn breiddist yfir augun, þá lækk-
aði hann róminn, svo blundurinn fengi festst, og brá stafnum góða
yfir höfug augun, og nú hafði hann skjót handtök, greip sverðið
bogna og hjó af höfuðið við hálsliðinn, en þeytti búknum, ötuðum
blóði. niður af þverhníptum hamrinum. svo að blóðsletturnar féllu
um allt.
„Þetta, Argus, varð þinn bani, sjónir þínar mvrkvuðust, hundrað
augu huldust einni nótt.“
Pýðing: Kristján Árnason.
285