Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 114

Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 114
ÉIMREIÐIN skyttunum . . . varið ykkur . . .“ Hún talaði með hreinum þrakverskum hreim. En áhyggjurnar leyndu sér ekki í rómnum. Blóðið á bláum vinnusloppnum missti smám saman rauða litinn. Gróft efnið gleypti í sig blóðið, ekki í skyndingu, heldur smám saman, blautu blettirnir breytast í dökkbláan lit, þá fellur stærri dropi á sama stað. Ryk- ið, sambland af baðmullarhnoðrum og þráðum, svífa í loftinu og límast við blettina, örþunn húð á fatnaðinum. „Við skulum reyra fast utan um handlegginn á henni fyrir ofan olnboga svo hún missi ekki meira blóð,“ sagði Ismaíl flokkstjóri. „Gefið henni glas af vatni, veslings barnið er frá sér af hræðslu,“ sagði Hafize. „Sjúkrabíllinn verður meir en klukku tíma á leiðinni, ég skal ná í leigubíl,“ sagði Nazim. „Fjandinn hirði þessar skyttur, ég vissi alltaf þetta hlyti að fara svona,“ hugsaði Ayhan með sér. „Ég þoli ekki að sjá blóð, það líður yfir mig, það kom fyrir í fyrra þegar Blondý slasaðist," hugsaði Recep verk- stjóri. „Varið ykkur á skyttunum . . . þær eru alltaf í ólagi . . . jafnvel þótt slökkt sé á mótornum . . . Ó, Zanil, þetta er svo sárt, æ æ æ . . . farið strax með mig á spítalann . . . Látið mömmu ekkert vita . . .“ Látið mömmu ekkert vita. Pað vantar á mig höndina fyrir neðan úln- lið. Látið mömmu ekkert vita. Hún er veik, rúmföst. Hún var mótfallin því að láta mig í sokkaverksmiðjuna. Látið mömmu ekkert vita. Ég finn ekkert fyrir höndinni fyrir neðan úln- lið. Látið hana ekkert vita. Hasan hefur nóg upp úr sér með því að selja blöð . . . Þú, ung, lagleg, sýndu þolinmæði, einhver verðugur á eftir að biðja þín, líka . . . Ég get látið mér nægja vatn og brauð, já, það nægir mér. Farðu ekki í verksmiðj- una, ég eyddi ævinni minni allri við vefstólana. Stúlkan mín, stúlkan mín, augasteinninn minn og yndi lífs míns. Veslingurinn hann pabbi þinn. Hann hefur aldrei litið glaðan dag, Guð veri sálu hans náðugur. Það var ekkert sældarbrauð að ala þig upp, senda þig í skóla. Næturvinna við vefstólana á hálfsmánaðarvöktum. Næturvinna, vörubílar verksmiðjunnar, þaktir segl- dúk . . . Zanil, það er að líða yfir mig. Mig sundlar, Ayhan, mér er óglatt. Ég finn ekki fyrir hendinni. Stund- um og stundum ekki. Sársaukinn er óbærilegur, ég þoli ekki við lengur, ó, ég þoli þetta ekki lengur . . . mig svimar . . . „Ó, hjálp, komiði, komiði hingað í guðsbænum. Það hefur eitthvað kom- ið fyrir hana.“ „Engan asa, bullukollar, það bara leið yfir hana.“ Yngri forstjórinn kom hlaupandi niður stigann, augun stóðu á stilk út úr höfðinu á honum af ótta, svitinn spratt fram á enninu. Hann tók fjór- ar tröppur í hveriu skrefi. „Fíflin ykkar! Við erum alltaf að brýna fyrir ykkur að vara ykkur á skyttunum!“ Yngri forstjórinn, honum er mest í mun að firra sig allri ábyrgð og skella skuldinni á starfsfólkið. Zanil gekk til móts við hann. Aug- un í honum glóðu af heift og ofsa. „Sjáðu nú til, forstjóri, við vinnum hér og eigum stöðugt á hættu að hend- ur eða fætur krækist í skytturnar. Og ekki nóg með það, heldur kemur þú stoltur og stærilátur og kennir okkur um allt. Hættu þessu þjarki, farðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.