Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 75
EIMREIÐIN
vettvang stjórnmálanna. En þekkingin ein getur hrakið þær þaðan í
lýðræðislandi.
í þessu ritgerðarkorni hefur verið rætt um vanda Vesturlanda.
Hann er í raun og veru sá, að vér þurfum að velja, velja um það,
hvort vér snúum á ný til öryggis hins lokaða hrings ættbálksins (sem
heitir þjóð með nazistum, stétt með marxistum) eða hvort vér treyst-
um oss til að feta hið þrönga einstigi, sem maðurinn lagði út á fyrir
mörgum árþúsundum. Vissulega var notalegt við varðeldinn, að vita,
hvar staðurinn var, og láta töfralækninum eftir alla hugsun. Og mörg-
um hefur siðmenningin reynzt um megn, þeir hafa ekki haft afl til
að taka á sig byrðar hennar. Vér þurfum að velja á milli ættbálks-
ins og mannsins, ofbeldis og skynsemi, miðstýringar og markaðskerf-
is, fjötra „hugmyndafræðinnar“ og frjálslyndis, múghyggju og mann-
hyggju — einræðis og lýðræðis. í ræðu Períklesar, sem vitnað var
til, segir hann Aþenu skóla fyrir Hellas. Og enn þurfum vér nútíma-
menn að velja oss skóla — Aþenu eða Spörtu, opið samfélag eða lok-
að. f Aþenu var mannsandinn leystur úr læðingi, þar risu listir, vís-
indi og heimspeki hæst í fornöld. Vissulega var lýðræði þeirra Aþenu-
manna gallað, en þó ginnungagap á milli þess og harðstjórnarinnar í
Spörtu, þar sem skáld og heimspekingar auðguðu engir mannsand-
ann. Og fleiri hliðstæður má draga með grískri sögu og nútímasögu.
í austri var þá sem nú öflugt herveldi stórkonungs og hirðar hans.
Þá sem nú var einnig til fimmta herdeild innan hverrar borgar, þeir,
sem skaplyndi hafa til að vera málaliðar erlends valds og ódýrra
lausna, saddir þrælar, en ekki frjálsir menn, viti bornar verur. En
Grikkjum tókst að hrinda heimsvaldasinnum þeirrar tíma af hönd-
um sér með samtakamætti sínum, þó að Spartverjar gengju í lið með
óvinunum. Eins geta nútímamenn tekið örlög sín í eigin hendur, rek-
ið meinvættina út í myrkrið. Maðurinn er ekki bundinn neinum lög-
málum sögunnar, hann er frjáls, hans er framtíðin, ef hann kann
greinarlmun rétts og rangs. Það er vissulega eigin sældarleið fram
undan, ófærur verða þar margar og miklar, og aldrei mun sjást í
leiÖarenda. En ef maðurinn velur að snúa við, að slökkva guðdóms-
neistann í sjálfum sér, er ég sannfærður um, að hann verður að fara
alla leið — til dýranna.
8.
Hannes Pétursson segir í einu Ijóðabréfi sínu lærdómsríka smá-
sögu:
251