Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 120
EIMREIÐIN
Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur fæddist í Reykjavík 27. september
1947. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967 og lauk laga-
prófi frá Háskóla Islands 1973. Hann er nú lögfræðingur í Reykjavík.
Jón Hákon Magnússon fréttamaður fæddist í Reykjavík 12. september 1941.
Hann stundaði nám í stjórnmálafræðum og blaðamennsku við Macalester College
1 St. Paul-borg í Minnesota í Bandaríkjunum 1960—1964 og lauk þaðan B.A.-
prófi 1964. Síðan hefur Jón Hákon einkum starfað við blaðamennsku og er nú
fréttamaður hjá Sjónvarpinu.
Jónas H. Haralz bankastjóri fæddist í Reykjavík 6. október 1919. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1938 og lauk magisterprófi í hagfræði,
stjórnmálafræðum og heimspeki frá Stokkhólmsháskóla 1944. Hann var hag-
fræðingur hjá Alþjóðabankanum í Washington árin 1950—1957, en hefur ann-
ars starfað á Islandi. Jónas er bankastjóri Landsbanka íslands. Hann hefur ritað
fjölmargar greinar í blöð og tímarit.
Jónas Kristjánsson ritstjóri fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1940. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959, lauk fyrrihlutaprófi í mannfé-
lagsfræðum frá Frjálsa háskólanum í Berlínarborg 1961 og B.A.prófi í sögu frá
Háskóla íslands 1966. Hann varð blaðamaður á Tímanum 1961 og fréttastjóri
1963. Jónas var ritstjóri Vísis 1967—1975, en er nú ritstjóri Dagblaðsins.
Jónas Svafár skáld fæddist í Reykjavík 8. september 1925. Hann hefur gefið
út nokkrar ljóðabækur.
Karl Kvaran listmálari fæddist á Borðeyri 17. nóvember 1924. Hann stundaði
nám í Handíða- og myndlistaskólanum í Reykjavík 1941—1945 og í Listahá-
skólanum í Kaupmannahöfn og öðrum listaskólum 1945—1949. Karl er list-
málari í Reykjavík.
Kristján Árnason fornfræðingur fæddist í Reykjavík 27. september 1934.
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953, lauk B.A.prófi í
fornmálum frá Háskóla íslands og stundaði síðan framhaldsnám í fornbók-
menntum og heimspeki við háskóla í Þýzkalandi og Sviss. Kristján er kennari
við Menntaskólann á Laugarvatni og kennir einnig bókmenntir við Háskóla Is-
lands.
Kristján Davíðsson listmálari fæddist í Reykjavík 28. júlí 1917. Hann stund-
aði nám í myndlist hjá Finni Jónssyni og Jóhanni Briem í Reykjavík og í Barnes-
stofnuninni í Bandaríkjunum 1945—1947. Kristján er listmálari í Reykjavík.
Kristján Karlsson bókmenntafræðingur fæddist í Eyvík á Tjörnesi 26. janúar
1922. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1942, lauk B.A.prófi í
ensku frá Berkeleyháskóla í Kaliforníu 1945 og M.A.prófi í samanburðarbók-
menntum frá Kólumbíuháskóla í New York 1946. Hann var bókavörður Fiske-
safns í íþöku í New York 1948—1952, ritstjóri Nýs Helgafells 1956—1959 og
hefur einkum starfað við bókaútgáfu. Kristján hefur ritað fjölmargt um bók-
menntir, auk þess sem ljóð og smásögur hafa birzt eftir hann.
296