Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 46
EIMREIÐIN
HANNES H. GISSURARSON
Leikmaður
spjallar um lýðræði
1.
Steinn Steinarr kveður svo á einum stað:
Abessiníukeisari heitir Negus Negusi,
og Negus Negusi segir: Búlúlala.
öllum mönnum, sem íhuga málstað ríkisins,
finnst unun að heyra Negus Negusi tala.
Sagt er, að vísa þessi hafi orðið til, er Steinn hafði hlýtt á stjórnmála-
umræður í útvarpi eina kvöldstund, og er hún þá auðskilin. íslenzkir
stjórnmálamenn hafa fæstir getið sér gott orð fyrir skýran málflutn-
ing og skerpu, orðræða þeirra er oftast hefðarspeki á hátíðarstund-
um — um lýðræði og láglaunafólk, frelsi og farsæld, atvinnuvegi og
almenningsheill. Og fundur þeirra, Alþingi, er alræmd málrófssam-
koma loddara og lýðskrumara, er lært hafa þá list að beina máli sínu
ætíð til hins heimskasta í hópnum. Að vísu eru íslenzkir stjórnmála-
menn hvorki betri né verri en starfsbræður þeirra í öðrum löndum í
þessum efnum, og eins er þess að geta, að ekki er sanngjarnt að fella
slíkan áfellisdóm um þá alla.
En þar gegnir öðru máli um stjórnmáladeilur á íslandi en víða
annars staðar, að þær eru einungis háðar á vettvangi dagsins, and-
stæðingar í stjórnmálum leita ekki réttra leiða að marki með frjálsri
rannsókn og rökræðu, heldur vaða elginn um eigið ágæti og illvilja
annarra. Rætur þessa má vafalítið rekja til þess, að engin blöð eða
tímarit íslenzk hafa sinnt alvarlegri stjórnmálaumræðu, svo að heitið
geti, verið of bundin á klafa stjórnmálaflokka eða annarra hagsmuna-
222